Kjarnorkustyrjöld er enn mesta ógnin.

Í tímaritinu Economist er fjallað um það hvaða tólf hamfarir gætu helst ógnað mannkyninu á árinu 2012.

Flest af þeim hafa í mismunandi mæli áður herjað á jörðina, svo sem fall risastórra loftsteina á jörðina, sólstormar, færsla segulskautanna og risaeldgos á Yellowstonesvæðinu, en slíkt eldgos hafði gríðarleg áhrif fyrir 680 þúsund árum og kemur á um það bil 600 þúsund ára fresti.

Auðvelt var að sjá að líkurnar á flestum þessum hamförum væru sáralitlar, til dæmis gos í Yellowstone, sem gæti þess vegna dregisti í tugþúsundir ára enn.

Niðurstaða tímaritsins var sú, að miðað við hve óheyrilega langt var á milli þessara hamfara og sumar hefði reyndar aldrei orðið í jarðsögunni þótt þær gætu verið "tæknilega" mögulegar, væri hættan á kjarnorkustyrjöld mesta ógnin.

1983 bjargaði einn maður, Petrov að nafni, að minnsta kosti tugum milljóna manna frá dauða með því að taka ekki mark á tölvubúnaði í stjórnstöð við Moskvu sem sýndi að fimm kjarnorkuflugskeyti væru á leið frá Bandaríkjunum til Sovétríkjanna.

Eins líklegt hefði verið að styrjöldin hefði orðið stjórnlaus og óstöðvandi og þar með úti um mannkynið.

Í ljós kom að bilun í tölvukerfinu hafði valdið þessari fölsku aðvörun,  en ef brugðist hefði verið við með því að senda eldflaugar á loft til árása á Bandaríkin hefði kjarnorkustyrjöld skollið á með árás á Bandaríkin og sú styrjöld líkast til orðið stjórnlaus og óstöðvandi og þar með úti um mannkynið .  


mbl.is Íslenskar eldstöðvar ógna Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Jamm...

Og að minnstakosti þrisvar fór "kerfið" hjá NATO af stað vegna flugs farfuglahópa... Pældu í því...!

Sævar Óli Helgason, 18.3.2012 kl. 20:20

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Fór þá NATO á gæsaskytterí?

Kristinn Pétursson, 18.3.2012 kl. 22:20

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Hehehe... Kristinn...

Manstu eftir þessu...? Það voru jú einmitt hópur gæsa sem startaði kerfinu í eitt skiptið... En ég man ekki hvaða fuglar það áttu að hafa verið í hin skiptin...

Sævar Óli Helgason, 18.3.2012 kl. 22:29

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Rétt Ómar kjarkorkan virðist mesta  ógnunin og Íran  klikkaðasta fiktið með þau mál eins og er...

Kristinn Pétursson, 18.3.2012 kl. 22:32

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Veit einhver hvað varð um Petrov? Vona að hann hafi fengið feita orðu fyrir hetjudáðina, því varla hefur hann tekið ákvörðunina svitalaust.

Það er í raun kraftaverk að við lifðum kalda stríðið af.

Kristinn, ekki ertu að trúa áróðrinum um Íran? Mér finnst hann lykta ansi svipað og bullið sem seldi heimsbyggðinni Írak og Líbíu.

Villi Asgeirsson, 19.3.2012 kl. 07:45

6 identicon

Villi, bæði leyniþjónustur Bandaríkjanna og Ísraels hafa komið fram og sagt að þeir telji að Íranir séu ekki einu sinni búnir að ákveða að byggja kjarnavopn hvað þá meria svo varla eru þær að reyna að selja bullið. Pólitíkusarnir eru svo aftur annað mál, eins og venjulega eru þeir síðasta fólkið sem maður á að treysta.

Gulli (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 09:25

7 identicon

http://www.independent.co.uk/news/science/vast-methane-plumes-seen-in-arctic-ocean-as-sea-ice-retreats-6276278.html

GB (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 10:23

8 identicon

http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-2104094/The-River-Tree-Amazing-aerial-pictures-Iceland-s-amazing-natural-beauty.html

GB (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 10:25

9 identicon

Mér fannst það hrollvekjandi tími þegar tvö mestu stórveldi heims voru með forseta sem ekki gátu talist alveg með réttu ráði.  Annar illa haldinn af drykkjusýki og hinn með sjúkdóm sem orsakar m.a. ofsóknaræði.

Báðir með rauða hnappinn á náttborðinu!

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 10:30

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Petrov var víst áminntur og lækkaður í tign til að byrja með fyrir það að fara ekki eftir bókinni!

Þá var Kalda stríðið í frostmarki á því tímabili þegar Reagan kallaði Sovétríkin "heimsveldi hins illa" og rússnesk orrustuþota hafði skotið niður Suður-Kóreska farþegaþotu sem villst hafði af leið inn yfir rússneskt land.

Mér skilst að síðar hafi hlutur Petrovs þó verið réttur þótt sæma hefði átt hann heiðursorðu fyrir það sem hann gerði.  

Ómar Ragnarsson, 19.3.2012 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband