Drengur góður, Helgi Pétursson.

Helgi Pétursson stendur nú einn uppi af þeim þremur vinum, sem ungir að aldri stofnuðu Ríó-tríóið.

Löng kynni mín og konu minnar af þessum drengjum, sem voru í hinu upprunalega Ríó-tríói, allt frá því er þeir voru pattar í Kópavoginum, hafa öll verið á eina lund. Það er gæfa að kynnast svona mönnum jákvæðni og manngæsku.

Þegar Ágúst Atlason tók við af Halldóri Fannari (og þannig samansettu kynntust flestir tríóinu) kom svo sannarlega maður í manns stað.   

Ég vil taka undir með Helga varðandi mottumars og krabbamein í blöðruhálskirtli.

Í hverri viku deyr Íslendingur úr þessari einu tegund krabbameinis. Brýn þörf er á vitundarvakningu varðandi þetta mein og að til séu hér á landi séu til fullkomnustu tæki til að greina það.  


mbl.is Hef lært að lifa með áföllunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágúst Atlason er enn á meðal vor.

Nói (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 12:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sem betur fer er Ágúst Atlason enn á meðal vor, ekki síðri prýðisdrengur en hinir og var lengst af í tríóinu í stað Halldórs og þannig þekkja flestir tríóið. Mun bæta við í pistilinn til þess að þetta sé skýrara.

Ómar Ragnarsson, 19.3.2012 kl. 13:01

3 identicon

fffafe

a09g (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband