Rússland Pútíns.

Anna Politkovskaja skrifaði á sínum tíma bókina "Rússland Pútíns" sem ætti að vera skyldulesning hvers þess sem vill vita sem mest um um land gereyðingarvopna, sem geta útrýmt mannkyninu.

Anna galt fyrir skrif sín sem blaðamaður með lífi sínu og málið var að sjálfsögðu aldrei upplýst.

Sú lýsing, sem þar er að finna, gerir þann hluta ævisögu Ingimars Ingmimarssonar, sem gerist í Rússlandi, líka skiljanlegri.

Pútín telur sig alltaf hafa rétt fyrir sér og honum er lýst þannig að hann eyði litum tíma í að kynna sér önnur sjónarmið en falla honum sjálfum í geð.

Slíka valdamenn er því miður að finna í mörgum löndum. Þegar staðið er andspænis þeim verða eyru fólks eina skynfærið sem hægt er að nota, því að ekki er hægt að koma orði á ská inn í einræðu slíkra valdhafa.

Ég átti nýlega tal við einn af fyrrverandi valdhöfum á Íslandi. Réttara væri að segja að hann hefði átt tal við mig því að ekki var möguleiki að koma orði að, - slík buna stóð út úr þessum fyrrum ráðamanni eintals og ofríkis sem hellti úr skálum reiði sinnar yfir mig.


mbl.is Er Pútín að missa tökin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband