Voðalegt að fólkið fái að velja.

Frelsi og lýðræði hafa lengi verið hornsteinar Sjálfstæðisstefnunnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað. Frá stofnun flokksins hefur fylgi hans verið eitt hið stöðugasta sem um getur á Vesturlöndum, að meðaltali tæplega 40%.

Nú hamast forystumenn flokksins gegn því að þjóðin sjálf fái að segja álit sitt um frumvarp að nýrri stjórnarskrá og bera hana saman við það sem er líka í boði, en það er núverandi stjórnarskrá.

Allt í einu er valfrelsið orðið svo voðalegt.

Um árabil hafa staðið yfir miklar deilur um ákvæði 62. greinar núverandi stjórnarskrár um það að hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera Þjóðkirkja á Íslandi og njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins.

Ákvæðið er um sumt loðið, því að fríkrkjusöfnuðir eru líka evangelisk lúterskir en njóta samt ekki verndar og stuðnings ríkisvaldsins.

Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er sett fram málamiðlun þess efnis að ákvæðið um sérstaka vernd og stuðning ríkisvaldsins sé fellt niður en á móti komi að ekki verði hægt að breyta kirkjuskipan nema með samþykki þjóðarinnar sjálfrar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvað er svona voðalegt við það að þjóðin fái sjálf að velja um það hvernig hún vill hafa þetta ákvæði?

Áratugum saman hefur staðið yfir deila um það hvort auðlindir landsins, aðrar en þær, sem eru í einkaeigu, séu í eign þjóðarinnar. Hvað er svona voðalegt við það að spyrja þjóðina sjálfa um þetta?

Deilt hefur verið um það hvort atkvæði eigi að vega jafnt alls staðar á landinu í kosningum.

Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er sett fram mjög gott kosningakerfi, sem tryggir persónukjör og jafnt vægi atkvæða en um leið er tryggt að enginn landshluti fari með skarðan hlut frá borði.

Kerfið hefur verið nefnt kjördæmavarið landskjör.

Af hverju má þjóðin sjálf ekki segja álit sitt á þessum málum?

Skiptar skoðanir eru um þjóðaratkvæðagreiðslur, svo sem um það hve hátt hlutfall kjósenda varðandi málskotsrétt þjóðarinnar eigi að vera.

Af hverju er svona voðalegt að fólk fái að segja álit sitt á þessu?

Og hvers vegna er það orðið svo að flokkur, sem kennir sig við lýðræði og frelsi er helsti dragbítur á að lýðræði og frelsi fái að njóta sín í þjóðmálum ?   


mbl.is „Allt óklárt og óhugsað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur Ómar, það er ekki kosningamál að hér sé ríkiskirkja sumra íslendinga. Ef við kjósum í dag.. er hugsanlegt að kirkjan haldi fáránlegri stöðu sinni.. eftir 10 ár er næsta víst að svo verður ekki.
Þetta er svona álíka og að Saudi myndi hafa þjóðaratkvæði um hvort íslam sé ríkistrú... hallo, telur þú virkilega að meirihluti geti kosið og valið að PERSÓNULEGT trú þeirra verði þjóðtrú.. og allir borgi..

DoctorE (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 12:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 54 ÁR, 80% af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis hér.

Og þessi gríðarlega langi valdatíimi endaði með gjaldþroti íslensku bankanna og Seðlabanka Íslands haustið 2008.

Ríkisstjórnatal


Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis
1945-2009, í 65 ár??!!


Svar: ENGIN!!!

Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 12:48

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er engin að leggjast gegn því að fólk fái að velja. Það er verið að gagnrýna valkostina og fyrirkomulagið. „Allt óklárt og óhugsað“

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2012 kl. 12:52

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þjóðaratkvæðagreiðsla sem krefur kjósandann um að vera sammála eða ósammála heillri stjórnarskrá er tóm vitleysa. Hvað með þá sem eru sammála sumu og á móti öðru? Það er einfaldlega ekki hægt að bera svo flókið mál sem stjórnarskrá undir þjóðaratkvæðagreiðslu nema því aðeins að leyfa kjósendum að taka afstöðu til einstakra greina. Ástæðan fyrir því að það er ekki gert er vegna þess að útkoman verður aldrei heildstæð.

Ómar ræðst með ruddaskap að Sjálfstæðisflokknum og gerir lítið úr því að hann hafi ekki sjálfstæða skoðun á stjórnarskránni heldur eigi í blindni að samþykkja það sem stjórnlagaráð hefur soðið saman. Ómar vill ekki að á Alþingi megi ræða nýja stjórnarskrá og einstakar greinar hennar?

Hvernig getur maður sem ber sér á brjóst og þykist lýðræðissinni og frelsisunnandi verið á móti því að löggjafarþingið taki afstöðu til tillögu um stjórnarskrár?

Ómar má þyrla upp allri þeirri mold sem hann vill, hún blindar bara hann einan. Staðreyndin er einfaldlega sú að atkvæðagreiðslan er gjörsamlega ómarktæk, spurningar leiðandi og reynt er að búa til niðurstöður. Ekki nokkur maður sem þekkingu hefur á skoðanakönnunum eða þjóðaratkvæðagreiðslum getur mælt þessari aðferð bót. Og hver skyldi ástæðan fyrir þessu vera? Jú, villa um fyrir þjóðinni, fela þær hrottalegu og ljótu stjórnarhætti sem flokkur Ómars og VG hefur gerst sekir um; að byggja ekki upp eftir hrunið. Atvinnuleysi og verðbólga á uppleið, landflótti og gjaldþrot. Ný stjórnarskrá er ekki það sem við þurfum á þessum örlagatímum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.3.2012 kl. 12:56

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að NATO árið 1949??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 12:59

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er ekki voðalegt að fólk fái að velja, þvert á móti..

En.. tökum fyrstu spurninguna sem dæmi.. Það veit engin hvað kemur út úr þeirri vinnu að skoða núverandi frumvarp stjórnlagaráðs með tilliti til aðþjóðasamninga og íslenskra laga.. því er verið að biðja mig um að kjósa um mjög svo óljósan hlut.. og það er nú ekki lýðræði til framdráttar..

Hversvegna liggur svona mikið á, er ekki nær að yfirfara tillögurnar fyrst, leggja þær síðan í dóm, það gæti gerst í haust eða byrjun vetrar, og þá yrði þetta samt tilbúið til úrvinslu á næsta vorþingi, og hægt að leggja þetta endanlega í dóm samkvæmt núverandi stjórnarskrá en við þurfum að fara eftir henni þar til ný er samþykkt með þeim lögum sem gilda í dag.

Það er slæm byrjun á nýrri stjórnarskrá að flýta sér um of og ég tala nú ekki um ef að við færum ekki eftir núverandi stjórnarskrá við afgreiðslu á þessu frumvarpi..

Eiður Ragnarsson, 21.3.2012 kl. 12:59

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 13:02

8 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Steini Briem 

Varðandi Nato inngöngu árið 1949 þá voru það Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur sem voru við stjórn.

Varðandi EES 1994 þá voru það Alþýðuflokkur (og fór með utanríkismálin) og Sjálfstæðisflokkur sem voru við völd...

Varðandi Shengen 2001 þá voru það Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem voru við völd..

Bara svona til að rétt sé rétt..

Og ekki hef ég mikla trú á því að skoðanir þeirra sem fylla umrædda flokka eða aðra flokka séu þær sömu og meðlima sömu flokka fyrir rúmum 60 árum.....

Eiður Ragnarsson, 21.3.2012 kl. 13:07

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það vantar líka spurninguna um það hvort fólk vilji halda óbreyttri Stjórnarskrá áfram.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.3.2012 kl. 13:14

10 identicon

Í 1100 ár fór enginn banki á hausinn.

Eftir eitt og hálft ár með stjórn bankamála, setti Samfylkingin bankakerfið á hausinn.

Pældu í því, Steini Briem.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 13:43

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiður Ragnarsson,

Enginn
hefur haldið því fram hér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið einn við völd 80% af lýðveldistímanum.

Þú heldur náttúrlega að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engu ráðið á þessum tíma og ekki getað krafist þjóðaratkvæðagreiðslu vegna til að mynda aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 13:44

13 identicon

Hilmar:

"

Í 1100 ár fór enginn banki á hausinn."

Ég myndi nú skoða þetta aðeins.....betur....

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 13:50

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núverandi forseti Íslands, sem aldrei hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, synjaði að staðfesta frumvarp um fjölmiðla 2. júní 2004 og frumvarpið var dregið til baka.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta frumvarp um fjölmiðla:


"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar."

Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 13:55

15 identicon

Sæll Ómar; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Ómar síðuhafi !

Eruð þið Stjórnlagaráðs fólk; ekki einfaldlega auðkeyptir hlaupagikkir, fyrir EINA RAUNVERULEGA glæpagengi Íslands - óþverra söfnuði, Jóhönnu og Steingríms, og svokallaðrar stjórnarandstöðu, sem er ekki hótinu betri, en valda slektið ?

Eins; og komið er málum hér, ætti að gefa öllum íslenzkum meindýraeyðum kost á, að fjarlægja Stjórnarráðs- og alþingis hyskið, frá ásjónum heiðvirðra Íslendinga, úr því sem komið er, Ómar síðuhafi - og þið önnur, sem geymið og brúkið síðu Ómars, að nokkru.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 14:03

16 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Steini.. þú ert að misskilja mig..

Ég er ekki að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið viljalaust verkfæri annara flokka, einungis að benda á mikla einföldun á þessu máli frá þinni hálfu....

Það er nú einu sinni svo að ráðandi öfl á hverjum tíma taka ákvarðanir í takt við það sem þær telja skynsamlegt....

Síðan dæmir sagan verkin og þá er mikilvægt að allt sé ekki upp á borðinu ekki bara eitthvað eitt.. t.d. þessir punktar þínir um sjálfstæðisflokkin..

Það má t.d. færa fyrir því rök og það er margt sem bendir til þess að vera okkar í NATO hafi hjálpað okkur að vinna þorskastríðið... En það er eitthvað sem ég get ekki lagt mat á en við eigum að venja okkur á það að ekki bara velja línunar sem henta okkar málflutningi heldur líka hinar sem ekki henta en eru sannar og réttar...

Þá fyrst komumst við að kjarna málsins, með vandlegri skoðun og gagnrýni (að rýna til gangs) um málefni, en ekki persónur og leikendur..

Við erum pínulítið gjörn á að tapa okkur í fullyrðinga og formælingarflaumi.. í stað þess að velta öllum hliðum málsins fyrir okkur..

Góðar stundir...

Eiður Ragnarsson, 21.3.2012 kl. 14:03

17 Smámynd: Eiður Ragnarsson

"að allt sé ekki uppi á borðinu" á auðvitað að vera: "að allt sé uppi á borðinu"......

Eiður Ragnarsson, 21.3.2012 kl. 14:05

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

"I didn't do it!"

"Davíð Oddsson var forsætisráðherra Íslands 1991-2004, LENGST ALLRA, en hann var einnig borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991, utanríkisráðherra 2004-2005 og formaður Sjálfstæðisflokksins 1991-2005."

Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 14:19

19 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Jóhanna Sigurðardóttir var forsætisráðherra þegar greidd voru atkvæði um það hvort halda skyldi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Ekki var lýðræðisást vinstri manna mikil þá. http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=41077

Hreinn Sigurðsson, 21.3.2012 kl. 14:55

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar 30. apríl 1991 - 23. apríl 1995

12.1.1993:


Evrópskt efnahagssvæði - Frumvarpið samþykkt: 33 sögðu já en 23 nei og 7 greiddu ekki atkvæði.


Af þeim 33 sem samþykktu frumvarpið um Evrópska efnahagssvæðið voru 23 sjálfstæðismenn, eða 70% þeirra sem samþykktu frumvarpið.


Já sögðu:


Árni R. Árnason
, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Egill Jónsson, Eiður Guðnason, Einar K. Guðfinnsson, Geir H. Haarde, Guðjón Guðmundsson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Hermann Níelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Karl Steinar Guðnason, Lára Margrét Ragnarsdóttir, María E. Ingvadóttir, Pálmi Jónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Salome Þorkelsdóttir, Sigbjörn Gunnarsson, Sighvatur Björgvinsson, Sigríður A. Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Svanhildur Árnadóttir, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson, Þorsteinn Pálsson, Þuríður Pálsdóttir og Össur Skarphéðinsson.

Og Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu, ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum, 19. desember 1996, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.


Schengen
-samstarfið


Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar 23. apríl 1995 - 28. maí 1999

Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 14:57

21 identicon

Jamm, í 1100 ár bárum við þá gæfu að treysta Samfylkingunni ekki fyrir bankamálum. Augnbliks aðgæsluleysi, Samfylkingunni treyst fyrir starfinu, og eftir eitt og hálft ár, allt farið á hausinn.

Það getur ekki nokkur maður rengt þetta, enda staðreynd.

Samfylkingin tók við bankamálum vorið 2007. Haustið 2008 hrundi bankakerfið. Staðreyndir.

Ergó, hrunið er Samfylkingunni að kenna.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 14:58

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Undirritun aðildarsamnings með fyrirvara um staðfestingu.

Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um samningsniðurstöðuna.

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn.
"

SAMKVÆMT NÚGILDANDI STJÓRNARSKRÁ GETA SLÍKAR ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUR EINUNGIS VERÐI RÁÐGEFANDI:


"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 15:13

23 identicon

Hilmar, - þetta er mikil einföldun. Aðdragandinn nær lengra aftur, og þetta gat bara orðið mögulegt með tilvist EES samningsins. En...þar voru þó kratar & sjallar að verki á sínum tíma ásamt nokkrum kvistum úr öðrum flokkum, og það rétt marðist í gegn. Þannig að ekki se kratasystemið frítt af þessu, - onei....

Mundu svo að Útvegsbankinn fór á hausinn fyrir löngu v. Hafskipsmálsins, og að sumir paurar þar tengjast svo seinna hruninu.

Annars, - svona bara til að hugsa út í "samhliða atkvæðisgreiðslur", - þá væri nær að kjósa um já eða nei við áframhaldi á ESB pakkanum. Nú eða hafa allt þrennt. Mér finnst reyndar líklegt að stjórnarskráin í heildarpakka verði felld, og ESB örugglega.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 15:15

24 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Já þetta er mun betra Steini..

Ég nennti reyndar ekki að kafa svona djúpt, en fann ágætis grein um NATO inngönguna og möguleg áhrif þess viðburðar á Þorskastríðin...

Ég vildi upphaflega minna á að þetta er að mestu leyti allt saman grátt, en ekki svart og hvítt.....

Eiður Ragnarsson, 21.3.2012 kl. 15:15

25 identicon

Jón Logi,

Er ekki alger óþarfi að rökræða þessi mál? Er ekki miklu skemmtilegra að kasta bara fram fullyrðingum, og sá sem endurtekur þær oftast, vinnur?

En varðandi Útvegsbankann, þá fór hann ekki á hausinn. Ekki með þeim skilgreiningum sem eru notaðar í dag. Ef Útvegsbankinn var gjaldþrota, þá er nánast hver einasti banki í ESB löndunum gjaldþrota. ESB löndin eru búin að dæla óhugnalegum upphæðum frá skattgreiðendum, til að koma í veg fyrir gjaldþrot.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 15:24

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðinganefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.
"

Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 15:25

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.

Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."

Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu

Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 15:28

28 identicon

Steini minn, þú getur hætt þessu.

Við vitum staðreyndir málsins, Samfylkingin tók við bankamálunum árið 2007, og bankakerfið hrundi 2008.

Þú GETUR haldið áfram að koma ábyrgðinni af þessari skjalfestu staðreynd yfir á Sjálfstæðisflokkinn, en þú verður bara kjánalegri og kjánlegri með hverju innlegginu.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 15:32

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hilmar.

Þú mátt gapa hér eins og þú vilt um Samfylkinguna.

Ég er ekki í stjórnmálaflokki og hef kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk, bæði í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum.

En þú ert greinilega ekki kominn með kosningarétt.

Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 15:46

30 identicon

Ég tek þessu síðasta innleggi þínu Steini, sem staðfestingu þess, að þú treystir þér ekki til að hrekja þessar staðreyndir.

Það er gott.

Hélt að þú ætlaðir að halda áfram á þessari kjánalegu braut sem þú varst kominn á.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 15:52

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hilmar.

Þú ert greinilega í mikilli eiturlyfjaneyslu.

Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 15:55

32 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn og aftur hefur komið í ljós, bæði í rannsóknarskýrslu Alþingis og vitnaleiðslum fyrir Landsdómi, að þegar seint á árinu 2006 stefndi bankakerfið í þrot, sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur höfðu komið á fót með einkavinavæðingu og ásókn í stjórnlausa útþenslu og þetta bankakerfi var í raun fallið 2006.

Alveg er dæmalaust þegar allri ábyrgð af þessu á að koma yfir á flokk, sem fyrst komst í stjórn nær ári síðar og fría hina tvo sem mestu ábyrgðina báru.

Rétt er að benda á að Alþingismenn hafa enn meira en heilt ár til að kynna sér og fjalla um frumvarp að nýrri stjórnarskrá og að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá hefur enginn annar aðili en Alþingi vald til að gera þetta og leggja endanlegt frumvarp fram.

Ómar Ragnarsson, 21.3.2012 kl. 19:16

33 identicon

Bankakerfið setti sjálft sig í þrot. Það varð til af stuldi, tapi og lánastefnu dauðans, yfir-margfaldað með útrás.

Útrásin sú var ekki möguleg án EES. Upphafið er sá samningur og svo einkavæðingin.

Helstu andstæðingar EES voru reyndar Framsóknarmenn, á meðan prómótantar voru fyrst og fremst kratar, og svo sjálfstæðismenn.

Skyldi þetta fara vel í Hilmar?

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 21:02

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samfylkingin átti stóran þátt í því að ráða hverjum bankarnir voru seldir og kom í raun í veg fyrir freifða eignaraðild, eins og lagt var upp með. Merkilegt (þó ekki)  hvað þeir eru alltaf á harðaflótta undan þeirri staðreynd, eins og athugasemd Ómars ber með sér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2012 kl. 21:37

35 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ekki er ég að bera í bætifláka fyrir einn né neinn flokk, en eins og ég hef margoft bent á er ekki neinum einum að kenna hvernig fór fyrir íslensku bankakerfi og efnahagslífi.

Þarna fóru saman margir samverkandi þættir og þar á meðal rangar ákvarðanir ráðandi afla Framsóknar Sjálfstæðis og annara stjórnmálaflokka, þó að hlutur flokkana sé misjafn.

Helst er ég á því að meðvirkni okkar Íslandinga og þjóðarrembingur hafi átt mjög stóran þátt í þessu öllu.

Það fer hinsvegar mikið í mínar taugar sú hentistefna margra bloggara og álitgjafa að einfalda hlutina úr hófi fram og kenna einu stjórmálaafli um allt sem aflaga fór sem og að halda því fram að flokkur, sama hvaða nafni hann nefnist sé ábyrgur nú og um alla framtíð fyrir því sem aflaga fór.

Stjórnmálaflokkur er ekkert öðruvísi en aðrir hópar fólks, það er FÓLKIÐ sem í forsvari er á hverjum tíma sem ber ábyrgð á stefnu, gjörðum og orðum, en ekki flokkurinn sem slíkur því er það aldeilis óþolandi að ekki skuli talað um MÁLEFNI í stað flokksnafna og persóna..

Skortur á málefnalegri umræðu og fullyrðingaflaumur og "allt undir sama hatt" syndromið er það sem er að fara með okkur þessa dagana ekki einhver flokkur sama hvaða nafni hann nefnist....

Það er því ekki sjálfsagt mál, með fullri virðingu fyrir vinnu ykkra sem í stjórnlagaráði sitjið að allt sem frá ykkur kemur sé samþykkt án umræðu og vangavetlna og athugasemdalaust af hinum og þessum einstaklingum og flokkum..

En að þessum orðum sögðum þá vil ég taka fram að mér finnst þeir sem hafa gagnrýnt ykkar störf og niðurstöður oft falla í þá sömu gryfju og ég nefni hér að ofan.. Lítið talað um málefnið meira einblínt á einstaklinga og mikið um sleggjudóma og fullyrðingar..

Þessi umræða er ekki einskorðuð við netmiðla heldur eru frosvarmenn þjóðarinnar trekk í trekk að detta í sömu gryfju

Því miður..

Svona er Ísland því miður í dag.

Góðar stundir.

Eiður Ragnarsson, 21.3.2012 kl. 23:36

36 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ómar hvað á að kjósa um. Það litla sem komið hefur fram af texta úr þeirri

samsuðu sem gengur undir heitinu drög að stjórnarskrá er svo illa samin laga-

texti að halda þarf áralöng réttar höld um hver meiningin sé í textanum.

Þessi hópur sem kosinn var til að semja stjórnar skrá var í fyrstalagi kosinn

af minnihluta þjóðarinnar í ólöglegri kosningu og í öðrulagi ekki skipaður

hæfum einstaklingum til að semja GRUNLÖG því í honum eru mjög svo

hlutdrægir einstaklingar sem aldrei eiga að koma nálægt því að semja slík

lög.

Leifur Þorsteinsson, 22.3.2012 kl. 14:27

37 identicon

Sammála Ómari.

Leyfa þjóðinni strax að kjósa sér nýja ríkistjórn frelsis, lýðræðis og norrænnar velferðar.

Sjálfstæðismenn þurfa ekkert að óttast ef fylgið í skoðanakönnunum gengur eftir.

Sjálfstæðisflokkur 40%
Framsóknarflokkur 20%
Samfylking 5%
VG 5%
Önnur framboð 30%

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 19:45

38 Smámynd: Jens Guð

  Steini minn,  ertu með fordóma gagnvart eiturleyfjaneyslu Hilmars?

Jens Guð, 22.3.2012 kl. 23:15

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hann er í eitrinu," hefði hún amma mín sagt, Jensinn minn.

Þorsteinn Briem, 23.3.2012 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband