Stjórnendur eru líka menn.

Flugstjóri hefur alræðisvald í flugvél og ber alla ábyrgð á flugi hennar. Enn hefur því miður ekkert annað fyrirkomulag verið fundið upp sem gæti bætt flug eða aukið öryggi í því.

En flugstjórar eru, eins og allir dauðlegir og breyskir menn, bara maður eins og við öll hin. Þess vegna geta hugsanleg andleg og jafnvel líkamleg veikindi hans svipt hann getunni til að stjórna vélinni á besta hugsanlegan hátt.

Atvvinnuflugmenn verða með reglulegu millibili, árlega fyrir fertugt og tvisvar á ári eftir fertugt, að fara í ítarlega læknisskoðun. Og sífellt verða þeir að standast kröfur um margs kyns endurmenntun.

En ekkert kerfi er svo fullkomið að það ráði við öll þau afbrigði, sem geta komið upp í mannlegu lífi.  

Hið sama á við alla stjórnendur og sagan sýnir, að því lengur þeir eru við völd og því meiri völd sem þeir hafa, því hættara er þeim við því að blindast af valdi sínu.

Til eru svo góðir stjórnendur að völdin spilli þeim ekki. En því miður er tíðni þess að völdin spilli of há til þess að við það verði unað þegar um völd yfir byggðum, löndum og álfum er að ræða.

Þess vegna þarf að minnka hættuna á andlegum veikindum af þessu tagi sem mest í löggjöf.

Þess vegna er eitt af meginstefjum frumvarps stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár valddreifing, valdtemprun, gagnsæi og lýðræði.


mbl.is Farþegar yfirbuguðu flugstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Allt er notað þessu svo kallaða "stjórnlagaráði", sem þjóðin bað ekki um, til framdráttar. Við erum ekki flugvél. Ef við værum það, þá hefðum við öll farist í flugtaki núverandi ríkisstjórnar.
 
Hæstiréttur hefur ógilt flugtak stjórnlagaráðs. Það starfar í óþökkk þjóðar.
 
Kveðjur
 

Gunnar Rögnvaldsson, 28.3.2012 kl. 14:26

2 identicon

Svokallað hrun

Svokölluð sannleiksskýrsla

Svokallað stjórnlagaráð

 

Þú ert rugludallur  Gunnar Rögnvaldsson. Greindarskortur Íhaldsmanna hefur verið rannskaður (low cognitive ability, poor abstract-reasoning skills).

 

Abstract:

Despite their important implications for interpersonal behaviors and relations, cognitive abilities have been largely ignored as explanations of prejudice. We proposed and tested mediation models in which lower cognitive ability predicts greater prejudice, an effect mediated through the endorsement of right-wing ideologies (social conservatism, right-wing authoritarianism) and low levels of contact with out-groups. In an analysis of two large-scale, nationally representative United Kingdom data sets (N = 15,874), we found that lower general intelligence (g) in childhood predicts greater racism in adulthood, and this effect was largely mediated via conservative ideology. A secondary analysis of a U.S. data set confirmed a predictive effect of poor abstract-reasoning skills on antihomosexual prejudice, a relation partially mediated by both authoritarianism and low levels of intergroup contact. All analyses controlled for education and socioeconomic status. Our results suggest that cognitive abilities play a critical, albeit underappreciated, role in prejudice. Consequently, we recommend a heightened focus on cognitive ability in research on prejudice and a better integration of cognitive ability into prejudice models.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 15:46

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Betri er heimskur og latur á þingi, en heimskur og mikið duglegur á þar á bæ. 

Enska:

"You look for three things when hiring people: integrity, intelligence and energy. If the person does not have the first two, the later two would kill him, because if they don't have integrity, you want them dumb and lazy."
- Warren Buffet 15. október 1998
 
Athugasemd þín Haukur minnir mig á tímana þegar Ronald Reagan var fastur á milli tanna hinna rétttúruðu á skattgreiddum fréttastofum hin opinbera rýmis.
 
Kveðjur
 

Gunnar Rögnvaldsson, 28.3.2012 kl. 16:04

4 identicon

Aftur að grein Ómars:

Ég er ekki flughræddur maður, en ein hugsun leitar á mig í hvert sinn sem ég stíg upp í flugvél:

Hve miklar líkur eru á að flugmaðurinn hafi prófað LSD á sínum yngri árum, og geti því fengið „flashback" hvenær sem er?

Hörður

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband