Er þetta spurning um hvað sé "undirverð"?

Það hefur lengi verið pískrað um það að íslensk útgerðarfyrirtæki hafi selt erlendum dótturfélögum sínum fisk á undirverði til þess að hrinda af stað fléttu þar sem farið er í kringum gjaldeyrislögin og gjaldeyrishöftin.

Engin fyrirtæki hafa verið nefnd í þessu sambandi og orðrómurinn hefur því verið leiðinlegur fyrir þá sem hugsanlega væri hægt að bendla við svona lagað og vont að þetta sé ekki hreinsað, ekki síst fyrir þá sem telja sig vera borna röngum sakargiftum.

En hversu lágt má verðið vera til að hægt sé að tala um "undirverð"?  Hversu langt fyrir neðan meðalverð má slíkt verð vera til þess að hægt sé að fullyrða um óeðlilega viðskiptahætti og brot á gjaldeyrislöggjöf?

Það virðist vera spurningin en ekki það, hvort tæknilega hafi verið farið eftir lögum í þessu.

Enn einu sinni kemur upp gamla spurningin hans Vilmundar Gylfasonar: "Löglegt en siðlaust?"


mbl.is Tilefnislausar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Verðlagsstofa skiptaverðs"

Er það enn ein opinbera eftirlitsstofnunin sem sinnir ekki skyldum sínum árum saman? - og bætist við lista FME, Seðlabanka, Matvælastofnunar, UST osfrv.

Ekkert er gert fyrr en fjölmiðlar vinna heimavinnu þeirra sem ekkert gerðu.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 23:37

2 identicon

Ég fór í land útaf slíkum æfingum útgerðar.

Fer ekki aftur á sjó, undir ofurvaldi sægreifa.

Skuggi (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 09:01

3 identicon

Þessu er vissulega fleygt meðal sjómanna, og talað um að hluturinn sé "betri" á sumum skipum, - þ.e.a.s. hlutur af sama afla.

Ég var hjá sæmilega stórum útgerðum, en get þó ekki kvartað, - aldrei séð betra kaup. Kannski ekki að undra, komandi úr landbúnaði..

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 09:04

4 identicon

Tja, 10% hljómar ekki svo slæmt en á eðlilegum markaði þá er ákveðið kaupverð í gangi.

 http://rsf.is/sida/heild_-_sidasta_uppbod

Karl J. (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 10:20

5 identicon

Einhvern veginn verður að fjármagna Hrunflokkana, Íhaldið + hækjuna, þá Moggann + ritstjóra ræfilinn. Og nú lendir forseta ræfillinn með sína kosningabáráttu einnig inn á "payroll" LÍÚ. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband