Vélhjólin eru yfirskin.

Nýjustu húsleitir hjá forsprökkum glæpasamtaka sem fela sig á bak við vélhjól, sýna vel, hvers eðlis þessi samtök eru. Áður en þau fór að hasla sér völl hér á landi voru fyrir gömul og gróin vélhjólasamtök þar sem afbrotatíðni var ekkert meiri en í hverjum öðrum félagasamtökum.

Ég er félagi númer 200 í Sniglunum og dóttir mín og tengdasonur eru ákaft og einlægt áhugafólk um vélhjól og eiga saman fjögur hjól.

Í Sniglunum hefur lengstum verið tónlistaráhugafólk eins og landsfræg hljómsveit félaga úr samtökunum, Sniglabandið, ber vitni um.

Þess vegna er það sárt fyrir hundruð félaga í þessum samtökum og fleirum, sem hafa um áratuga skeið starfað í friði í þjóðfélaginu eins og hverjir aðrir landsmenn þegar fólk setur þá undir sama hatt og þá sem ráða ferðinni í hinum skipulögðu glæpasamtökum, samtökum sem eiga að baki blóðugan afbrotaferil og óöld í þeim löndum, þar sem þau hafa skotið rótum.

Þótt fara þurfi að af hófsemi við að uppræta þessa starfsemi verður líka að hafa það í huga, að sé áberandi meiri linkind að finna gagnvart henni hér á landi en í öðrum löndum, mun slík starfsemi leita hingað þar sem meira næðis sé að fá en annars staðar.

Að þessu leyti getum við ekki verið eyland þótt við vildum það svo sannarlega.

  


mbl.is Styðja lögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benóný Jónsson Oddaverji

Í Bandaríkjunum er þetta áratugavandamál, eins og flestir vita. Þar er metið að 1% vélhjólafólks sé "outlaws" - það er vélhjólafólk í glæpagengjum. Það væri forvitnilegt að sjá tölfræði um hversu lengi meðlimir gengjanna hér hafa haft réttindi til að aka bihjóli. Kæmi mér ekki á óvart ef þessir félagar gengjanna hefðu aðeins haft réttindi í nokkra mánuði áður en þeir gengju í Vítisengla eða önnur slík. Sjálfur hjólaði ég nokkuð með Sniglunum þegar ég var ungur og ævintýragjarn. Mín skoðun er sú að það eigi að taka fast á svona gengjum og uppræta áður en þetta festir rætur.

Benóný Jónsson Oddaverji, 28.3.2012 kl. 19:29

2 identicon

Ég hef aldrei hitt neinn sem setur Sniglana í sama flokk og Hells Angels.

Dagný (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 23:49

3 identicon

Þar sem ég vinn að hluta sem tjaldvörður fæ ég alltaf slatta af vélhjólafólki í heimsókn.

Þetta hafa reynst vera fyrirmyndargestir á allan hátt. Tek oft spjall við fólkið, af því að það er eins og það þurfi að afsaka sig fyrir að vera á vélhjóli, og hvað þá með sítt hár og leður.

Ástæðan er það illa orðspor sem svona pödduklíkur eru búnar að út-dreifa og klína á greinina.

Þetta vélhjólafólk mit er heldur ekki að vanda svona pöddusamtökum kveðjurnar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband