Mario Lanza var líkt við Caruso.

Af og til kemur það fyrir í listaheiminum að nýjar stjörnur spretta upp á afar óvæntan hátt og virðast ekkert hafa fyrir því að brillera.

Stundum er þeim jafnvel líkt við þá allra fremstu, samanber það þegar Simon Cowell líkir áður gersamlega óþekktum söngvara við Pavarotti.

Stundum háir það þessu hæfileikafólki að það hefur ekki farið í gegnum þann langa aðdraganda og feril sem oftast er forsenda þess að komast í fremstu röð.

Í kringum 1950 spratt upp ungur söngvari í Bandaríkjunum sem ævinlega var látinn gjalda þess að á stuttum ferli sínum söng hann aðeins í tveimur óperuverkum á sviði.

Hann var skapheitur, drykkfeldur nautnamaður, brann upp á innan við áratug og lést kornungur.

Hann var svo heppinn að vera uppgötvaður þegar leitað var að heppilegum leikara og söngvara til að túlka Caruso í samnefndri mynd, og varð heimsfrægur í einn svipan, - nafnið Mario Lanza var á allra vörum.

Í kjölfarið fylgdu fleiri kvikmyndir og nokkur lög sem komust í efsta sæti á vinsældalistum þótt þau væru ólík öllum öðrum hvað það snerti, að það var óperusöngvari sem söng þau en ekki dægurlagaraulari.

Lanza hlaut ekki uppreisn fyrr en löngtu eftir dauða sinn þegar fremstu óperusöngvarar heims, Placido Domingu og kó greindu frá því að hann hefði verið þeim fyrirmynd og innblástur.

Toscanini, frægasti hljómsveitarstjóri heims, fullyrti að Lanza hefði verið í alfremstu röð, jafnvel sá besti á sinni tíð.

Þeir sem efast um þetta geta farið inn á YouTube og hlustað á frægustu lög Lanza til að átta sig á þessu.

Ég mæli með því að þeir spili fyrst lagið "The loveliest night of the year" og gæti ímyndað mér að meira þurfi ekki.


mbl.is Cowell líkti honum við Pavarotti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg tilviljun,að meðan ég var að flakka um á blogginu að þá er einmitt á fóninum hjá mér platan The Great Caruso,með Mario Lanza

Akkúrat núna er hann að syngja´´la donna e mobile,,

Á mínu heimili er  ´´Grammófónninn,,oft notaður.

Númi (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 00:21

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hugljúft lag, takk ;O 

" When you are in love, it´s the loveliest night of the year" 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.3.2012 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband