Hafa alltaf streist gegn utanaðkomandi valdi.

Það var athyglisvert að sjá það í heimildarmynd um ferð Benny Goodmans og hljómsveitar hans um Sovétríkin fyrir hálfri öld, að þá urðu þeir varir við talsvert annað viðmót og afstöðu fólks í Georgíu en í Rússlandi. 

Samt var þetta á þeim tímum, sem Sovétríkin voru lögregluríki kúgunar og ótta. Georgíumenn gengu greinilega eins langt og þeir þorðu í vanmáttugu andófi sínu gegn erlendu valdi, sem átti rætur allt frá keisaratímanum.

Það var þeim áreiðanlega enn erfiðara en ella að kúgari þeirra sem einvaldur Sovétríkjanna skyldi vera þeirra eigin samlandi.

Nú virðast þeir ætla að stíga skrefið til fulls og gera upp við fyrri tíma.   


mbl.is Sovétkúgun tekur við af Stalín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, Ómar;

Ég get staðfest, að viðmót Georgíumanna gagnvart vestrænum ferðamönnum var vinsamlegra en almennt gerðist í Ráðstjórnarríkjunum og meira en það.  Þeir fóru ekki dult með andúð sína á Rússum og gerðu lítið úr þeim við hvert tækifæri.  Ég og fjölskylda mín vorum þarna árið 1986 í hópferð á vegum alþjóðlegra menningar-og mannúðarsamtaka og á sumum fundunum kom jafnvel til snarpra orðaskipta á milli heimamanna í Tibilisi og Rússanna. 

Með góðri kveðju /  

Bjarni Jónsson, 10.4.2012 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband