11.4.2012 | 16:59
Nýr vorboði og vetrarboði ár hvert?
Þegar kemur fram í apríl fer meðal loftþrýstingur á svæðinu við Ísland hækkandi og vindar verða minni en á útmánuðum. Það þýðir minna öldurót og væntanlega minni sandburð og erfiðleika við að sigla inn í Landeyjahöfn.
Þetta ástand batnar fram á sumar og fer ekki versnandi aftur fyrr en haustlægðirnar svonnefndu byrja að belgja sig upp í kjölfar þess að meðalloftþrýstingur fer á ný lækkandi við Ísland og það verður vindasamara.
Verst verður síðan ástandið ár hvert í þessum efnum upp úr áramótum.
Maður sér fyrir sér að Landeyjahöfn stefni í það að leika svipað hlutverk og farfuglarnir.
Opnun hennar verður vorboði í sumarbyrjun og lokunin merki þess að veturinn sé skollinn á.
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.