Sakna Bláa turnsins.

Blái turninn við Háaleitisbraut var einn af þessum sérkennilegu, frumstæðu verslunar- og þjónustustöðum sem lituðu tilveruna. Sem hliðstæður má nefna Bæjarins bestu, Litlu kaffistofuna og Kolaportið.

Það sem setur svip á borgarlífið þarf ekki alltaf að vera svo dýrt og hátimbrað.  

Af því að ég á heima við Háaleitisbraut verslaði ég oft við Bláa turninn, þótt það væri svo sem ekkert stórfengleg verslun í sjálfu sér.

Til eru verslunarviðskipti við turninn hafa orðið fleyg, svo sem þegar í bókhaldsgögnum í Bónusmálinu kom fram opinberlega að Jón Ásgeir hefði keypt þar einu sinni fyrir 775 krónur ef ég man rétt og notað til þess greiðslukort.

Ég sakna Bláa turnsins og myndi taka við mér ef hann risi á ný.  


mbl.is „Skrítið að mæta ekki í vinnuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband