13.4.2012 | 12:06
Ný staða hjá sitjandi forseta.
Upp er komin staða fylgis sitjandi forseta sem ekki á sér hliðstæðu í lýðveldissögunni, sem sé sú að hann sé í minnihluta í skoðanakönnun og að einn mótframbjóðendanna sé með jafn mikið fylgi og hann. En við lifum líka á umbrotatímum sem eru um margt óvenjulegir.
Skoðankönnunin hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar og kannski ekki síður áhyggjuefni að aðeins meðal fylgjenda eins flokks hafi hann meirihluta og að það skuli vera sá flokkur sem öðrum flokkum fremur bar ábyrgð á þeirri stefnu í efnahags- og þjóðmálum, sem átti stærstan þátt í Hruninu.
Með því er ýtt undir þau tengsl hans við útrásar- og bankaævintýrið, sem reyndist vera uppblásin og innihaldslítil bóla, byggð á yfirgengilegri skuldasöfnun.
Skýring þessarar stöðu forsetans kann að vera svipuð og Stefán Jón Hafstein nefndi um daginn; að stór hluti kjósenda vilji losa sig við sem flest sem tengist aðdraganda Hrunsins og hinum gamla tíma og gömlu stjórnmálamönnum.
Sigur Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum var dæmi um þetta.
1968 kom það öllum á óvart, líka fylgismönnum Kristjáns Eldjárns, hve mikið fylgi hann fékk í framboði á móti sérlega hæfum, reyndum og glæsilegum stjórnmálamanni.
Þá varð Gunnar Thoroddsen fulltrúi hins gamla og úrelta í hugum margra á ári þegar hrópað var á breytingar af slíku afli víða um lönd, að síðan er talað um fólkið, sem þar reis til áhrifa, sem sérstaka kynslóð sem fékk síðar heitið 68-kynslóðin.
Valdamenn féllu í öðrum löndum, bæði Johnson Bandaríkjaforseti og De Gaulle Frakklandsforseti.
Mest fylgi meðal sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi kemur ný kynslóð með falleg gildi og gömul :-)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.4.2012 kl. 13:53
Staðan er fín. 800 manna útak fréttablaðsins hefir lítið að segja. Atkvæðafjöldi Samfylkinguna er ekki mikill á móti þjóðinni. Ómar það eina sem getur skeð er að þið fréttamenn geta látið Þóru komast nálægt því að vinna.
Valdimar Samúelsson, 13.4.2012 kl. 15:57
"Mikill meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar styður framboð Þóru Arnórsdóttur, eða 81%.
Sama er að segja um kjósendur VG en 57,1% þeirra styðja framboð hennar.
Þóra nýtur stuðnings 46% fylgis Framsóknarflokksins og þriðjungs kjósenda Sjálfstæðisflokksins."
Þorsteinn Briem, 13.4.2012 kl. 16:18
Ómar þú hlýtur að gera þér grein fyrir þeim áróðri fyrir framboði Þóru í öllum fjölmiðlum. Og þú ættir manna best að gera þér grein fyrir hvað áróðurinn þýðir. Þú þarft ekki að vera neitt hissa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 16:43
Jamm, enginn áróður hefur verið rekinn gegn framboði Þóru Arnórsdóttur.
Þorsteinn Briem, 13.4.2012 kl. 16:54
Næsti bloggpistill minn á undan þessum fjallar einmitt um það forskot sem þeir frambjóðendur hafa fengið í öllum forsetakosningum til þessa, sem hafa verið áberandi í fjölmiðlum.
Þess vegna verða fjölmiðlarnir að standa sig í því að kynna alla frambjóðendur og stefnumál þeirra og áherslur sem allra best.
Ómar Ragnarsson, 13.4.2012 kl. 18:48
Ég er örlítið undrandi á þér Ómar að vera svo skini skroppinn að taka mark á skoðannakönnun þessa auma áróðurs bleðils föðurlandssvikaranna sem vinna leynt og ljóst að því að koma Íslandi á niður á fjóra fætur, með því einasta markmiði að þvinga okkur gjaldþrota og vonlaus til að skríða á á náðir Evrópusambandsins
Jónatan Karlsson, 13.4.2012 kl. 19:58
Sammála þér Jónatan, ég er eiginlega steinhissa á okkar eigin Ómari.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 20:16
15.9.2009:
"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var nefndur sem sameiningartákn þjóðarinnar af 1% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun MMR nýverið."
Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar
Þorsteinn Briem, 14.4.2012 kl. 00:06
BJARGVÆTTURIN (DRAUMURINN UM ÍSLENSKA YFIRBURÐI):
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"NO ONE IS AFRAID TO WORK WITH US; people even see us as FASCINATING ECCENTRICS WHO CAN DO NO HARM and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I HOPE THAT MY ANALYSIS HAS HELPED TO CLARIFY WHAT HAS BEEN A BIG MYSTERY TO MANY.
Let me leave you with A PROMISE THAT I GAVE at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
I formulated it with a little help from Hollywood movies:
"YOU AIN'T SEEN NOTHING YET!""
Þorsteinn Briem, 14.4.2012 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.