Margar einstæðar þýskar flugvélar.

Ekki verður það af Þjóðverjum skafið að þeir komu fram með margar einstæðar flugvélar í stríðinu.

Besta og öflugasta orrustuflugvél stríðsins var Messershmitt 262 sem jafnframt var fyrsta orrustuþotan sem notuð var í hernaði. Hún var ekki tekin í notkun fyrr en síðla árs 1944 og þá skorti eldsneyti og flest annað til að nota hana í þeim mæli sem hefði getað orði fyrr í stríðinu og breytt gangi þess þótt lokaúrslitin hefðu orðið þau sömu.

Heinkel He 219 var fyrsta hervélin sem var búin búnaði til að skjóta flugmönnunum út úr vélinni og jafnframt eina hervél Þjóðverja í stríðinu sem var með nefhjól. Aðeins 294 voru framleiddar.

Hitler þráði mjög að láta smíða vél sem gæti flogið til árása á Bandaríkin og hefnt loftárása á Þýskaldn og voru tvær vélar smíðaðar undir lok stríðsins samkvæmt kröfum Foringjans um "Amerika bomber."

Önnur þeirra, Junkers Ju-39 var sex hreyfla og sagt var að hún hefði flogið eina reynsluferð yfir Atlantshafið upp að austurströnd Bandaríkjanna og til baka aftur, en skriflega og pottþétta staðfestingu skortir um það hvort hún gerði þetta raunverulega. Getuna hafði hún en kom það seint fram að Þjóðverjar voru búnir að missa Atlantshafsströnd Frakklands úr greipum sér þegar hún varð nothæf og því kom aldrei til þessara árása.

Þjóðverjar voru eina stríðsþjóðin sem átti langdræga fjögurra hreyfla nothæfa hervél í byrjun stríðs en það var Focke-Wulf Fw200 Condor, sem sökkti fleiri skipum veturinn 1940 til 1941 en allir kafbátar Þjóðverja. Winston Churchill nefndi hana "The scourge of the Atlantic" eða bölvald / plágu Atlantshafsins.

Vélin var, eins og sprengjuflugvélin Heinkel He-111 var upphaflega hönnuð sem farþegavél og Condor-flugvél flaug í ágúst 1938 í einum áfanga frá Berlín til New Yourk alls 6380 kílómetra langa leið á tæpum 25 klukkustundum og síðan til baka í einum áfanga á tæpum 20 klukkustundum.

Vél af þessari gerð sökkti olíuskipinu El Grillo í árás á Seyðisfjörð og fyrsta Condor-vélin, sem skotin var niður, var skotin niður yfir Hallmundarhrauni. 

Aðeins 276 Condor vélar voru framleiddar.

Messerschmitt Me 261 var hönnuð til þess að fljúga með Ólympíueldinn í einum áfanga árið 1940 frá Berlín til Tokyo, þar sem átti að halda leikana 1940, alls 11000 þúsund kílómetra leið, en aldrei varð af leikunum né því að þessi flugvél kæmist í gagnið.

Í lokin má svo geta þess að á stríðsárunum smíðuðu Þjóðverjar prótótýpu af fyrstu torséðu (Stealth) hervélinni, hálfri öld áður en Bandaríkjamenn smíðuðu slíka vél.


mbl.is Sjaldgæf flugvél á hafsbotni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Me 262 var með nefhjól, þ.e. seinni gerðirnar. Það kom í ljós að fyrstu vélarnar brenndu flugvellina og þeyttu upp möl, þannig að nefhjól var sett á. Þjóðverjar voru líka fyrstir með „fljúgandi væng“ og ein slík var smíðuð en flest allar þessar komu of seint, eins og þú bendir á.

Vilhjálmur Eyþórsson, 25.4.2012 kl. 11:57

2 identicon

Það vantaði nú reyndar hvergi hugvitssemina. Það sem setti Condórinn í vanda var breskt klabb, hvar Hurricane var skotið á loft af kaupskipum með rakettusleða, þannig að úti á rúmsjó gátu Condórarnir skyndilega búist við illskeyttri orrustuflugvél á eftir sér.

Þetta bar ekki mikinn árangur nema fyrir það að þessi tilvist breytti áætlunum. "The scourge" fölnaði.

Partur úr vélinni sem fór niður í Hallmundarhrauni er reyndar notaður sem bakki (öskubakki var það) á næsta bæ við mig!

ME-262 var frekar "interceptor" frekar en bein orrustuvél, þar sem henni var frekast ætlað að skjóta niður sprengjuvélar og komast svo á brott.Ekkert hægt að snerta hana vegna yfirburða í hraða.

Notkunin var ekki bara háð eldsneyti, heldur hráefnaskorti. Hreyflarnir entust illa og voru óstabílir. Tækni skorti líka á, - það vantaði "regulator" á inngjöfina, þannig að smá groddaskapur gat kveikt í hreyfli.

Í tuski við aðrar orrustuvélar var hún óhentug, þar sem hún gat ekki fylgt þeim lengi án þess að missa niður hraða og breytast sjálf í bráð.

65. flugsveit RAF hrekkti einu sinni af sér árás 262 véla, og ein þeirra ákvað að taka slag við P51C vél. Eftir einn hring eða svo var P51 vélin búin að læsa 262 vélinni og skaut hana niður. (Heimild Þorsteinn E. Jónsson, - hvað heldurðu)

Chuck Yeager, sá frægi flugmaður skaut snemma niður 262 með sinni P51D. Hans orð:

"The first time I saw a jet, I shot it down"

 En, fyrsta 262 vélin til að falla, féll fyrir Spitfire Mk XVI ef ég man rétt.

Stealth vélin er svo væntanlega Horthens Gotha, sem var ótrúlegt fyrirbæri, og sennilega kynslóðum á undan sinni samtíð.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 12:22

3 identicon

He 219, - var það ekki náttuglan sjálf?

Ég man eftir frásögn þar sem bresk næturorrustuvél skaut niður þýska næturvél við jótlandsströnd. Tími til kominn að tékka á þessu!

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 12:27

4 identicon

"The first time I saw a jet, I shot it down"

Flott!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 13:06

5 identicon

Með að "læsa" vélinni á ég við að komast aftan að og hanga fastur þar til fórnarlambið er við ofris.

Spitfire vélin sem fyrst skaut niður 262 var XIV, ekki XVI. Mín mistök.

Og, - ein ótrúlegasta og sveigjanlegasta flugvél stríðsins var reyndar Bresk, og úr krossviði að mestu. DeHavilland Mosquito. Það voru slíkar sem hrekktu þýskar næturorrustuvélar á sínum heimavelli, jafnvel djúpt inni í Þýskalandi og það sem ég man, - í Danmörku.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband