Eftirhrunsbylgja.

Miðaldra valda- og fégráðugir karlmenn, hin ríkjandi stétt tímans fyrir Hrun og aðdraganda þess, var táknmynd þess. Táknmynd tímans eftir Hrun verður því að sama hátt innreið hæfileikaríkra kvenna þar sem hinum gömlu táknum verður skipt út.

Nú erum við komin með konur í hlutverki forsætisráðherra, forseta Alþingis og biskups Íslands.

Ég hygg að í þessu felist skýringin á miklu fylgi Þóru Arnórsdóttur strax í upphafi kosningabaráttu til embættis forseta Íslands.

Þegar ég var spurður út í þetta í Silfri Egils áður en framboð Þóru og Herdísar Þorgeirsdóttur komu fram, svaraði ég því til að þarna úti væri einhver ung, frambærileg og klár kona sem myndi birtast þjóðinni.

Tilkoma vel menntaðra og hæfra kvenna hefur birst víða að undanförnu. Á fundum um orku- og náttúruverndarmál í Hveragerði og í Hafnarfirði í vetur birtust til dæmis tvær öflugar konur, bæjarstjórar í Hveragerði og Vogum, sem fluttu mál sitt vel af þrótti og kunnáttu og ég hafði ekki haft hugmynd um að væru til og létu til sín taka.

Með þessu er ég ekki að segja að karlar eigi ekki erindi lengur í þjóðfélagsmálum og séu óalandi og óferjandi, - heldur aðeins það, að það fer sem betur fer ákveðin og nauðsynleg bylgja um þjóðfélagið í kjölfar Hrunsins sem síðar mun leita jafnvægis eftir að vonandi verðu búið að hreinsa til og gefa spilin upp á nýtt.  

  


mbl.is Agnes næsti biskup Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar hugleiðingar, Ómar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 20:25

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Flottur pistill Ómar. Það er alveg furðulegt þegar maður lítur yfir farinn veg hvernig hópur einhverra karl pu**a hefur róttað sig saman og með baknagi og rógi náð að troða sér áfram langt umfram hæfileika og getu. Ég hef haldið því fram lengi að konur séu betri helmingurinn af þeim heimi sem við lifum í.

Ólafur Örn Jónsson, 25.4.2012 kl. 22:11

3 identicon

Góðan dag.

Það er svolítið merkilegt að tæpa á bloggum tengdum þessari frétt. Margir úthúða karlkyninu og kenna því um hrunið en gleyma algerlega þeim konum sem voru hægri hendur þeirra karla sem eiga að hafa orsakað hrunið.

Minni á rannsókn sem Seðlabanki Þýskalands framkvæmdi sem sýndi fram á meiri áhættusækni þar sem konur stjórnuðu bönkum.

Margir munu þó ekki láta svona staðreynd skemma fyrir sér sinn loftkastala.

Við skulum bíða og sjá hvernig þessi kona stendur sig, hún er jú fyrst manneskja áður en hún er kona - alveg eins og Karl. Sama á við um Jóhönnu en hún stendur sig mjög vel í að koma landinu í ræsið.

Helgi (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 06:20

4 identicon

Fer að gera ráð fyrir að á þessum síðum verði bráðum mikið talað um ágæti Hönnu Birnu í borginni.  Frekar en karlana þar.

Annars fullt af fínum kellum á Íslandinu.  Þó það nú væri. 

En ef tvö fínustu brjóst er aðal ástæða fyrir því að kjósa Þóru, tja, þá er nú ekki mikið meira í hana spunnið en alla vega helming okkar tvífætlingana.

Mér er hálf illa við svona tal.  

Ef konur eru betri en karlar, er það álíka eins og að Mývetningar séu mikið meiri gáfum gefnir en Sunnlendingar.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 08:33

5 identicon

Hlægilegt að konuvæða allt og ekkert; Það er að sjá ekki vandamálið.. konur eru líka menn

Við vitum öll að kirkjan er að reyna að fela hroðan í skugga konu, við vitum það öll.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 12:27

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er aðeins að reyna að sálgreina þjóðarsálina, ekki að fella dóma. Bendi á að ágæti fólks fer ekki eftir kyni. Bendi á sem dæmi um ímynd ákveðinnar stjórnarstefnu, að Tvær konur, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra tóku að sér að bera ábyrgð á því sem gert var í virkjanamálum hér á landi í ráðherratíð þeirra.

Ómar Ragnarsson, 26.4.2012 kl. 12:49

7 Smámynd: Adeline

Góð grein og ekki hægt að neita því að fólk hugsi þetta svona núna eftir hrun.

Ég held að jafnvægi, sé allsstaðar fyrir bestu. Jafnrétti en ekki forréttindi. Við þurfum ekkert að snúa þessu uppí hvort kynið er "betra" en hitt, þau eru ólík og bæta hvort annað ágætlega með samvinnu.

Ég sé ekkert athugavert við það að konur séu í hæstu áhrifastöðum akkurat núna, -hafa ekki karlar verið það um áraraðir eða aldir jafnvel og aldrei þótt þess virði að minnast á eða taka eftir. ?

Adeline, 27.4.2012 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband