Fleiri myndavélar ófundnar. Tilboðið stendur.

Í tengslum við frétt á mbl.is af stuldi ljósmyndavéla úr nýrri ljósmyndavélaverslun á Laugaveg ætla ég að nota tækifærið til að hvetja til þess að stuldurinn verði upplýstur í þeirri von að fleiri stuldir, svo sem á kvikmyndatökuvél minni, upplýsist. 

Og tilboð mitt stendur enn þess efnis að sá, sem hefur hana undir höndum, að skili henni til mín í trúnaði á einn eða annan hátt án þess að það mál verið rekið frekar. Vélin og myndefnið í henni er nýtist engum nema mér vegna sérstöðu hvors tveggja.  

Ég hef ekki enn gefið upp alla von um að þessi meðalstóra atvinnumanna Sony kvikmyndatökuvél mín finnist, en henni var stolið fyrir rúmum mánuði.

Það er þekkt fyrirbæri, að hjá þeim, sem stunda eða skipuleggja svona þjófnaði, finnst oft þýfi úr mörgum þjófnuðum ef einn þjófnaðurinn upplýsist.

Á sínum tíma kostaði Sony kvikmyndatökuvél mín um 800 þúsund krónur á núvirði. Hún hafði lent í hnjaski á hálendinu og linsan brotnað, og var linsan límd þannig saman með límböndum að hún virkaði fullkomlega og nýttist mér vel.  

Fyrir bragðið er myndavélin auðþekkjanleg og í raun ónothæf fyrir nokkurn mann nema mig og óseljanleg. Auk þess var dýrmætt myndefni í spólunni, sem var í vélinni, einnig ónothæft fyrir nokkurn annan en mig, því að myndefnið er einstætt og auðþekkjanlegt.  


mbl.is Stálu sex myndavélum í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband