Á við tvö álver.

700 manns vinna hjá fyrirtækinu Actavis. Það er á við starfsmannafjöldann hjá tveimur álverum. CCP skapar jafn miklar gjaldeyristekjur og nemur launum allra starfsmanna í álverum Íslands.

Þessi fyrirtæki og fleiri af líkum toga sýna, að það er hægt að skapa gjaldeyristekjur og atvinnu án þess að velja endilega til þess þá starfsemi sem eyðir langmestri orku og veldur langmestum umhverfisspjöllum.

En þetta fer hljótt og er ekki inni í umræðunni því að virkjanasinnar ráða henni, uppsetningu rökræðunnar og orðavalinu. Nær daglega eru skrifaðar blaðagreinar sem dásama "orkufrekan iðnað", hugtak sem búið er að gera svo jákvætt, að allt tal um atvinnuuppbyggingu snýst stanslaust um það.

Samt lýsir orðið "orkufrekur iðnaður" því að um er að ræða þveröfugt við það sem getur talist jákvætt: Að bruðla eins mikið með orkuna og stunda eins miklar náttúrufórnir og unnt er.

Umræðan um svonefnda sátt um virkjanakosti byggir líka á því að það er vitlaust gefið.

Ef skipta á virkjanakostum landsins þarf að taka alla með, ekki bara restina sem óvirkjuð er.

Ef menn hugsuðu sér helmingaskipti og jafnræði þyrfti að taka það með í reikninginn að virkjanasinnar hafa þegar tekið 30 bestu virkjanakostina og nýtt þá.

Ef jafnræðis ætti að gæta í þessari stöðu ætti náttúruverndarfólk nú að fá að velja 30 bestu verndarnýtingarsvæðin og síðan yrði restinni skipt.


mbl.is Óbreytt starfsemi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Óbreytt starfssemi á Íslandi, en hvað lengi? Orku þörf lyfja framleiðslu er sára lítil miðað við framleiðslu magn í söluvirði, svo það verður ekki langt að bíða flutning fyrirtækisins til betra rekstrar umhverfis.

Hvað varðar ferðamensku er vert að benda á að Grikland, Spán og Portúgal sem verst eru stödd í

Evropusambandinu hafa tekjur sínar að mestu af Ferðamannaiðnaði. Vert er einig að benda á að ein

versta umgegni um landi er á ferðamanna slóðum t.d. Gullfoss og Geysir. Má ég þá heldur biðja um

umgegnina við Búrfells virkjun.

Leifur Þorsteinsson, 27.4.2012 kl. 14:41

2 identicon

Leifur, hvernig er þessi "ferðamanniðnaður"?

Reiknar þú með að maður sem kallar sjósókn "fiskveiðisþjónustu" sé talinn markverður í umræðunni?

Austurríki er það land Evrópu þar sem ferðaþjónustan spilar stærstu rulluna, mælt í tekjum pr. íbúa. Þar gegnur ljómandi vel.Sólarstrandatúrismi er gjörólíkur Íslenskri og Austurrískri ferðaþjónustu.

Þráhyggjukennd trú um að fátt annað verði í askana látið en raforka hefur aldrei verið í takt við raunverulekann.

Raunveruleikinn er að sáralítið er að hafa uppúr raforkusölunni. Opinber yfirlýsing um það ástand eru vangaveltur LV um sæstreng, -til þess að komast inná betur borgandi markað.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 15:07

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ferðamannaiðnaður er ekki fallegtorð í Íslensku máli ég viðurkenni það

fúslega en það þarf ekki að leita lengi til að komast í raun um að þessi

grein er iðnaður þótt flest það sem tengist honum sé upprunnið í Kína

eða Tævan s.b. uppstopaða lunda og ær. Austurríki er með mikla og góða

iðnaðar framleiðslu, það þekkja allir sem þurfa á að hald verkfærum sem

þarf við nákæmisvinnu og mælitækjum og öðrum presitions insrúmenum.

Austurísk ferða þjónusta er allt annað og töluvert dýrara en íslenska ruslið

sem tröllríður öllu hér. Sæstrengu? hverskonar fantasía er þetta,gerirðu þér

ekkigrein fyri því að það fæst ekki upp í kostnað við strenginn. Ferða þjón-

usta gefur sára lítið af sér varla meira en vinnulaunin og er talin nær arð laus.

Leifur Þorsteinsson, 27.4.2012 kl. 16:10

4 identicon

Það er mikill arður af þjónustu við erlenda ferðamenn. Öll þau viðskipti bera Íslenskan virðisaukaskatt sem er hinn hæsti í heimi og ber höfuð og herðar yfir aðra skattheimtu ríkisins. Viðskipti við erlenda ferðamenn eru "útflutningur" en ólíkt öllum öðrum útflutningsgreinum sem fá endurgreiddan allan útlagðan vsk, -þá er Ísl. ferðaþjónustu gert að selja þennan skatt inn á heimsmarkað fyrir beinharðann gjaldeyri. Þessi virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna, nemur uþb 10% af veltu greinarinnar, á meðan útfl á áli og fiski skilar ekki krónu. Austurrísk yfirvöld hafa lagt sig eftir því að koma upp þeim innviðum sem ferðaþjónustunni eru nauðsynleg á meðan íslensk yfirvöld hirða peningana og leggja ekkert af mörkum.

Ef ríkið ætlast í alvöru til þess að auka tekjur sínar af ferðaþjónust þá verður það að leggja e-h af þeim ofursköttum sem það hefur af greininni til að byggja upp þá innviði sem þarf til að tryggja eðlilegar tekjur greinarinnar og eigin skatttekjur.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 16:47

5 identicon

Satt mælir þú Sigurður. Nema hvað að fiskurinn sem út er seldur er vara í eigu Íslendinga sem seld er, á meðan ál-eigendurnir eru ekki að höndla með útflutningsvöru í eigu Íslendinga.

En Leifur setur hér eingöngu bull á stokk.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband