Löngu tímabært.

Þegar EES-samingurinn var gerður hefði átt að fylgja því strax eftir með rækilegri endurskoðun á lögum og reglugerðum um landakaup útlendinga hér á landi.

Margir vöruðu við því að í okkar samningum væri ekkert svipað því sem er í samningum Dana, þar sem kaup útlendinga á sumarhúsum og löndum eru bönnuð.

Sem betur hefur þetta bjargast að mestu fram að þessu en hafa ætti í huga varnaðarorð Einars Þveræings á sínum tíma þess efnis, að jafnvel þótt þáverandi Noregskonungi væri gefin Grímsey og hann væri traustsins verður, vissi engin hverja menn eftirmenn hans myndu hafa að geyma.

Síðustu tæpa tvo áratugi hefur eignarhald á landi breyst í þá átt að eignarhald stórs hluti sumra sveita, jafnvel heilir dalir, hefur færst til einstaklinga, félaga og fyrirtækja, í sumum tilfellum erlendra aðila, sem eiga ekki heima á svæðinu og búa ekki á jörðum sínum

Þetta er augljóslega annað fyrirkomulag en er til dæmis víða í Noregi, þar sem skylt er að eigendur jarða búi á þeim sjálfir allt árið og að stundaður sé þar landbúnaður.  

Þessi stefna miðar ekki aðeins að því að efla byggð í dreifbýli og tengsl fólks við hana, heldur er þetta talið skila sér í auknum tekjum ferðaþjónustu, vegna þess að stór hluti ferðafólks komi á þessar slóðir til að upplifa klassíska norska sveitamenningu, sem endurspeglast í verkum heimsþekktra norskra listamanna eins og Björnssons, Hamsuns og Grieg.  


mbl.is Setja á skýrar reglur um landakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Betra orð yfir þennan gjörning er "jarðakaup", þeir sem kaupa sér "landa" gera landakaup.

Stefán Þ Ingólfsson, 27.4.2012 kl. 20:12

2 identicon

Sammála Stefán Þ. Ingólfssyni.

Í ágætri bók eftir Hannes Pétursson; Rauða Myrkur, má lesa eftirfarandi:

Og nú þegar ráðin var framtíð Jóns Benediktssonar hóf faðir hans jarðakaup einhver hin mestu sem um getur í Skagafirði á seinni tímum og gerðist svo auðugur að löndum að fáir voru meiri efnamenn norðanlands

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 20:53

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú jú get verið sammála þessu. En hvað með fullveldi og sjálfstæði Íslands og yfirráðum okkar yfir helstu auðlindum, sbr. sjávarauðlindinni?  Hef aldrei getað skilið
þína umhverfispólitík  Ómar um leið og þú virðist vera tilbúin að fórna fullveldinu
yfir Íslandi og náttúru þess til yfirþjóðlegs valds í Brussel. Þú gerðir Íslandshreyfinguna þína að deild innan ESB-trúboðs Samfylkingarinnar. Er ekki svo?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.4.2012 kl. 21:01

4 Smámynd: Björn Emilsson

Rétt hjá þér Guðmundur Jónas. Vandamálið er að Ómar er á sama bát og Jóhanna forsætisráðherra sem þekkja ekki ESB. Trúa því að þettu séu einhver saumaklubbur eða góðgerðarsamtök,sem geri engum mein. Megi helst líkja ESB við Sameinuðu Þjóðirnar og/eða NATO

Björn Emilsson, 27.4.2012 kl. 23:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.1.1993:

Evrópskt efnahagssvæði - Frumvarpið samþykkt: 33 sögðu já en 23 nei og 7 greiddu ekki atkvæði.


Af þeim 33 sem samþykktu frumvarpið um Evrópska efnahagssvæðið voru 23 sjálfstæðismenn, eða 70% þeirra sem samþykktu frumvarpið.

Þorsteinn Briem, 27.4.2012 kl. 23:45

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Landbúnaðarmál:


"Meirihlutinn telur eðlilegt að horft verði til þess hvort skynsamlegt geti verið að fara fram á takmarkanir á rétti þeirra sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á landinu til að eignast fasteignir hér á landi með tilliti til þess að viðhalda búsetu í sveitum.

Bendir meirihlutinn hvað þetta varðar meðal annars á samsvarandi sérreglur Möltu og Danmerkur."

Þorsteinn Briem, 27.4.2012 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband