Rétt stefna.

Um tíma fyrir nokkrum árum virtist stefna í það að fjársterkir aðilar, sem keyptu tugi húsa í gömlu miðborginni ætluðu að komast upp með það að láta þau drabbast niður þangað til þeir gætu rifið þau og byggt í staðinn steinsteypu- og glerbákn

Þau hefðu svipt þennan hluta Reykjavíkur þeim sjarma og aðdráttarafli sem alls staðar í Evrópu hefur reynst mun happadrýgra til þess að efla þar ferðamannaastraum, mannlíf og þjónustu heldur en að steypa allt í sama far dimmra og kaldra gatna, þar sem háir steinsteypuklumpar byrgðu fyrir lágt sólarljósið hér á norðurslóðum.

Vendipunkturinn í þessum málum kom í stuttri borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar þótt það væri átak og fræðsla margra góðra manna um nokkurt árabil sem loksins gátu skilað hingað til lands reynslu annarra borga í Evrópu.

Má sem dæmi þar um nefna afar markvissa og góða kynningu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem opnaði augu margra.

Brautryðjendurnir urðu þó að taka harðan slag fyrir 40 árum. Á þeim tíma var það framtak Torfusamtakanna, sem bjargaði Bernhöftstorfunni og þar með útliti og blæ Lækjargötu. Má minnast þess að á þeim tíma var það ríkjandi viðhorf að rífa bæri svona "fúakofa og hreysi".

sem dæmi u þar sem dæmi nefna afar markvissa kynningu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem opnaði augu margra.

Nú eru ýmsir hlutar miðborgarinnar að fá á sig aðlaðandi blæ og hlýleika með uppgerð og lagfæringum á húsum, sem annars hefðu verið látin drabbast niður.

Slíkt geðþekkt umhverfi sem gefur góð hughirf er að finna annars staðar í borginni.


mbl.is Klapparstígur stendur undir nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott mál að gera upp og lagfæra það sem hægt er, en fúin spýta er fúin spýta... sama hvað raular og tautar...

Kristinn J (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband