Sama umræða í lagadeild H.Í. og fyrir 50 árum.

Í lagadeild fyrir 50 árum voru líflegar umræður um ákvæðin um Landsdóm og hnigu orð flestra, meðal annars mín, í þá átt að hann væri tímaskekkja þá og ætti að leggja hann af.

Fróðlegt er að hlusta á nákvæmlega sömu umræðurnar nú og sjá, að ekkert hefur breyst eða gerst í þessi 50 ár annað en það, að nú hafa menn kannski reynslu til að byggja það á að leggja Landsdóm niður, eins og reyndar er gert ráð fyrir í frumvarpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskár.


mbl.is Fyrirkomulagið úr sér gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er svona svakalega slæmt við landsdóm Ómar??

itg (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 20:28

2 identicon

Ómar, ert þú ekki bara með framsýnni mönnum.

Ég gæti alveg trúað því.

Þannig er oft með glaðsinna menn að þeir hafa stærri tímaskala og sjá því lengra fram á veginn, á sama hátt og þeir sjá meira í dýptina á viðfangsefnunum.

Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 21:49

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þegar Ómar Ragnarsson var hjá RÚV, gat hann ekki beitt sér að vild, fyrir umhverfisvernd. Hins vegar voru sett fram rök með og móti. Svo losnaðir þú úr þemi viðjum sem starfið setti þér og þá elskaði þjóðin þig enn meira. Af því að þú hafðir sjálfstæða skoðun og þorðir að setja hana fram. Það voru einna helst Samfylkingarfólk sem var að agnúast út í þig fyrir að vera Sjalli.

Svo kemur misheppnað illa undirbúið sérframboð, og þrotabúið lendir inn í Samfylkingunni.  Þú ert ekki á því að selja Kínverjum stóran hluta af landinu, en flokkurinn reynir að gera lítið úr skoðnunum þínum á því. Þá kemur Landsdómur og megi það vera einhver flokkur sem má skammast sín fyrir það fyrirbrigði er það Samfylkingin. Þar á bæ eru hins vegar allir sammála, um allt. Líka það að dæma megi alla, en ekki Samfylkingarráðherra. Öll fagleg rök Samfylkingarinnar eru í faglegum umæðum aumkunarverð. 

Þegar þú losar þig úr þessum vonda félagskap, ávinnur þú þér virðinguna að nýju. Niðurnjörfaður Ómar Ragnarsson er aðeins brotabrot af sjálfum þér. 

Sigurður Þorsteinsson, 2.5.2012 kl. 23:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Þorsteinsson,

Þetta er nú meiri hrærigrauturinn hjá þér, elsku kallinn minn.

Kínverjar, Landsdómur og Ríkisútvarpið.

Þú ert greinilega á sömu sveppum og leigubílstjórinn.

Lögreglan ætti að kíkja í skottið hjá ykkur rugludöllunum.

Þorsteinn Briem, 2.5.2012 kl. 23:41

5 Smámynd: Björn Emilsson

Var a

Björn Emilsson, 3.5.2012 kl. 04:39

6 Smámynd: Björn Emilsson

Var að lesa Draumalandið aftur, bók Andra Snæs. Ennþá er hamrað á sömu vitleysunni, ´Við viljum álver´ Það þarf að virkja meira, og mengandi álver eru ennþá ´aðal´ baráttumálið. Og það þrátt fyrir vaxandi atvinnugreinar, eins og ferðamannastrauminn. Haltu sverðinu á lofti Ómar og stattu við Islandshreyfinguna þína, lifandi land. Það er hlustað á þig.

Björn Emilsson, 3.5.2012 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband