Það er athyglisvert að það þarf ekki mikla sveiflu í fylgi til þess að nýju framboðin fengju engan þingmann, t. d. ef þau færu öll rétt undir 5% hvert, sem er lágmark til að ná manni inn á þing.
Það myndi þýða að í kringum 27 þúsund kjósendur fengju engan þingmann, sem eru 3 þúsund fleiri kjósendur en eru í Norðausturkjördæmi.
Myndi fólki hugnast kosningalöggjöf sem fæli þann möguleika í sér að allir kjósendur frá Siglufirði til Hornafjarðar fengju engan þingmann?
Það held ég ekki.
5% þröskuldurinn er alltof hár og raunar ætti að nægja að fá þau ca 1,7 % sem eru að baki hverjum þingmanni.
Reynslan hefur sýnt að svona þröskuldur kemur ekki í veg fyrir að þingmenn segi sig úr flokkum sínum og lýsi sig utan flokka, og heldur ekki í veg fyrir klofning þingflokka eða myndun lítilla þingflokka.
Þess vegna er hann til óþurftar og er ólýðræðislegur.
Ný framboð næðu tíu þingmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samt dugði það ekki fjórflokkunum á Alþingi að setja þennan þröskuld í lög nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis þar sem segir í 108. gr. "Þau stjórnmálasamtök koma ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa a.m.k. fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
Til þess að geirnegla það að nýjum framboðum sé gert erfitt fyrir var þessu einnig troðið inn í stjórnarskrána þar sem segir m.a. í 31. gr. "Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu."
Svo er þetta notað til að hræða kjósendur frá því að kjósa einhverja aðra en "góðu gömlu" flokkana því að annars gætu atkvæði þeirra fallið niður dauð.
Sigurður Hrellir, 4.5.2012 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.