Gengur alltof hægt.

Við Íslendingar erum í óskaaðstöðu hvað varðar þá stöðu, sem við getum komið okkur í varðandi það að verða sem mest óháðir innflutningi á eldsneyti og nýta í staðinn orkulindir landsins.

Þótt þetta kunni að virðast flókið, dýrt og erfitt núna, mun það marg borga sig síðar að hafa ekki verið á eftir öðrum þjóðum í þessu heldur í forystu.

Því miður gengur þetta alltof hægt hjá þjóð sem enn er með eyðslufrekasta og mest mengandi bílaflota á Vesturlöndum.

Metanið liggur beinast við eins og stendur og ef sú eldsneytisnotkun veldur þeim vonbrigðum, sem út í hana fara, verður erfiðara síðar við að fá hingað bíla sem ganga beint fyrir rafmagninu, sem við framleiðum sjálfir.

Þetta má ekki klikka!  


mbl.is Metanbílaeigendur í hremmingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Svo er að öllum líkindum jarðgas á Drekasvæðinu sem framleitt er þá úr fljótandi metan (LNG) sem mengar miklu minna en hefðbundið jarðefnaeldsneyti.

Í framtíðinn gæti fiskiskipaflotinn, flutningabílar o.fl. notað fljótandi metan - það er nú ódýrasti orkugjafinn (LNG) á heimsmarkaðnum sbr  orkubloggið í gær sem fjallar um lækkandi heimsmarkaðsverð á á þessum orkugjafa...    http://askja.blog.is/blog/askja/

Kristinn Pétursson, 15.5.2012 kl. 21:06

2 identicon

Framleiðslugetan á metani er takmörkuð og ekki nema fyrir nokkur þúsund bíla. Nema við förum að búa til margfalt stærri og fleiri urðunarstaði. Rafmagn kallar á virkjanir. Fyrir bílaflotann og fiskiskipaflotann á rafmagni og vetni þarf afl einnar Kárahnjúkavirkjunar. Þannig að nú þarf strax að fara að virkja nokkur fljót eða safna miklu af sorpi í háa hauga ef við ætlum að skipta um orkugjafa á næstu árum.

EtdBar (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 22:24

3 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sælir, í Svíþjóð eru bensínstöðvar skikkaðar til að hafa metan og aðra orkugjafa á að minnsta á 30%

sölustöðum neitendasamtök og félag bifreiðanda eru alltof veik,

Bernharð Hjaltalín, 15.5.2012 kl. 22:38

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góðan dag ég á metanbreittan bíl en ekki aðgang að metani á norðurlandi djöfulsins snillingar eru ráðamenn þjóðarinnar að bjóða lækkun á þannig breyttum byfreiðum en síðan ekki söguna meir.

Sigurður Haraldsson, 16.5.2012 kl. 07:44

5 identicon

Svona var fréttaflutningurinn í fyrra. Þetta er fljótt að breyttast.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/04/20/metan_gaeti_knuid_30_000_bila/

Vigfús (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband