Frumvarp stjórnlagaráðs í samræmi við könnun.

Í upphafi starfs stjórnlagaráðs var byrjað með autt blað og þurfti að svara fyrst grundvallarspurningunni um það hvort viðhalda ætti embætti forseta Íslands. Fram komu mismunandi sjónarmið, allt frá því að leggja embættið niður og upp í það að koma á fót forsetaræði líkt og er í Bandaríkjunum, Frakklandi og fleiri löndum.

Niðurstaðan varð sú að viðhalda embættinu en takmarka fjölda þeirra kjörtímabila sem forsetinn mætti sitja.

Skoðanakönnun um þetta sýnir að þessi niðurstaða stjórnlagaráðs er í samræmi við meginniðurstöður könnunarinnar um þessi atriði.

Er það vel, því að enda þótt skoðanir geti verið skiptar um flest það, sem stjórnarskrá felur í sér, verður aldrei hægt að gera öllum til hæfis heldur að setja saman eina stjórnarskrá fyrir eina þjóð.   


mbl.is Vilja hámark á kjörtímabil forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að það ætti yfirfæra þetta líka á um setu á Alþingi,...

En þessar eilífu skoðunarkannanir er ég á móti svona rétt fyrir hverskonar kosningar....

Það er bara verið að leiða fólk í eina átt má segja...

Góðar kveðjur..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 19:52

2 identicon

Auðvitað á að vera þak á bæði setu forseta og alþingismanna.

8 ár væri gott.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 20:25

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki svo viss um alþingismenn. Hætt við að slufs og áhugaleysi myndi aukast þegar nær drægi lok tímabils. Nóg er nú samt.

hilmar jónsson, 17.5.2012 kl. 20:41

4 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Hversvegna ekki að Virkja Bessastaði? Í því felast auðlindarmöguleikar. Hér er grein úr Morgunblaðinu í dag um þetta: http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/1240319/

Ástþór Magnússon Wium, 18.5.2012 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband