18.5.2012 | 10:34
Nú er einna varasamasti tíminn.
Nú er framundan einna varasamasti tíminn varðandi skemmdir vegna utanvegaaksturs eins og sést á meðfylgjandi myndum. Varasamast er þegar rigningar og hlákur gera jörðina gljúpa.
Myndirnar voru teknar í leiðangri vísindamanna inn í Öskju fyrir mánuði en þá hafði verið frostakafli á undan og jörð því vel frosin.
En tveimur vikum fyrr hafði verið heit hláka á Norðausturlandi þannig að þá var allt yfirborð gegnsósa.
Auk þess hafði hlákan myndað stórar tjarnir á hlutum leiðarinnar og einmitt við þær sáust ljót för sem höfðu myndast þar sem einhverjir höfðu verið á ferð í leyfisleysi og farið út fyrir slóðina og skorið jörðina þegar þeir fóru framhjá tjörnunum.
Það er ekki að ástæðulausu sem bann er við akstri á mörgum hálendisleiðum langt fram í júní. Sumar þeirra liggja þannig að enda þótt hlemmifæri sé á löngum köflum er ófært á öðrum köflum vegna þess að vatn hefur ekki horfið af þeim.
Sífellt bætist í svöðusárin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessar hjólfaramyndir eru hinsvegar mjög lýsandi fyrir ástandið. Annars vegar sýnir myndin sóðalegan utanvegaakstur.
Hinsvegar sýna myndirnar í hnotskurn metnaðarleysi Vegagerðarinnar gagnvart hálendisvegunum. Á þessu svæði er vegurinn alla jafna þurr í mai en á örfáum stöðum liggja fáeinir skaflar í skurðunum eftir veghaflana (þennan skurðgröft kallar Vegagerðin "vegagerð") og á nokkrum öðrum stöðum liggur vegurinn ofaní dældir og þar getur hann legið undir vatni fram í júní.
Það kostar smáaura að hækka veginn eða færa hann þessum örfáu stöðum þar sem snjór og vatn liggur lengi frameftir og væri þetta gert væri hagt að opna þessa vegi fyrir allri umferð mánuði fyrr en nú er og koma jafnframt í veg fyrir að krækt sé fyrir polla.
Á fundi á vegum UST nýlega þar sem rætt var um utanvegaakstur á Dómadal kom fram að hann mætti stöðva með því að malbera dýpstu hluta vegarins. Fulltrúi Vegagerðarinnar sagði að Vegagerðin hefði engin áform uppi um slíkt. Ergo-yfirvöld ætla ekkert að gera í málinu!
Ferðaþjónustan er löngu orðin undirstöðuatvinnuvegur og brýnt að yfirvöld sinni samgöngum með þeim hætti að náttúran skaðist ekki og ferðaþjónusta sé möguleg á öðrum tímum en júlí og ágúst.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 12:37
Ómar. Ætli Kínamaðurinn og Svandís Svavarsdóttir viti af þessu? Væri ekki rétt að láta þau vita, svo þau geti gert lagalegar og "lýðræðislegar ráðstafanir" fyrir sérhagsmuni elítunnar heimsstýrðu?
Það er samfélagsleg skylda allra að fylgjast með og gagnrýna til gagns fyrir almenning í veröldinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.5.2012 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.