23.5.2012 | 00:14
Hvenær breytist þetta?
Einu sinni setti Hreggviður Jónsson met ef ég man rétt í maraþonumræðum á Alþingi (les málþóf) þegar hann stóð tímunum saman í ræðustól og þagði, af því að enginn var í salnum til að hlusta á hann.
Þá var ekki sjónvarpað beint frá fundum Alþingis þannig að þetta fréttist af afspurn og engin vitni voru að þessu nema Hreggviður og þingforsetinn.
Nú er sjónvarpað á sérstakri rás og því getur hver sem er horft á þau ósköp sem viðgangast dag eftir dag og jafnvel viku eftir viku að stjórnarandstæðingar "ræða við tóman sal og við hvort annað" eins og Ragnheiður Elín Árnadóttir viðurkennir að hún og flokksfólk hennar geri en kvartar yfir og gagnrýnir að engir aðrir séu í salnum til að hlusta.
Þegar það ástand hefur ríkti lengi að þingmenn stjórnarandstöðunnar skipta með sér verkum við að halda umræðunni gangandi með því að tala og veita andsvör á víxl og ræða um fundarstjórn þess í milli hætta stjórnarþingmenn að vera í salnum.
Svona hefur þetta verið sitt á hvað hjá stjórn og stjórnarandstöðu árum saman, og virðist litlu skipta hvaða flokkar eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Ég hygg að það eigi mikinn þátt í að traust fólks á Alþingi hefur hrunið niður í eins stafs prósentutölu, að fólk hefur átt þess kost að horfa í beinni útsendingu í sjónvarpi uppá þau ósköp sem viðgengist hafa á þinginu, en þannig var það ekki fyrr á árum.
Þessi vinnubrögð sjást ekki hjá borgarstjórn og í beinum útsendingum frá fundum stjórnlagaráðs blasti við andstæðan við þingið.
Meðan þetta breytist ekki á Alþingi verður borin von að auka virðingu og traust á þinginu. Hvenær skyldu þingmenn taka sig til og breyta þessu?
Ræðum við tóman sal og við hvort annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar hvenær fóststu ,að vera á móti lyðræðinu????/kveðja
Haraldur Haraldsson, 23.5.2012 kl. 00:34
Ómar, algjörlega sammála þér: Þetta er til skammar!
Víðast er ræðumönnum skammtaður tími og nýlega var meira að segja verið að skerpa enn meira á reglum í Þýskalandi.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.5.2012 kl. 08:23
Hér er ræðan: http://www.althingi.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=2453<hing=110&dalkur=3497
Hreggviður þagði í 30 mínútur, en var að mótmæla því að fjármálaráðherra væri ekki í salnum og tæki ekki þátt í umræðum um sitt eigið frumvarp um breytingar á söluskatti. Það er þvi hæpið að tala um málþóf.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 09:09
Maður myndi eflaust byrja að hlusta á þingmennina okkar ef þeir færu að dæmi Hreggviðs.
Theódór Norðkvist, 23.5.2012 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.