Féllu ekki á tíma 1942 og 1959.

Mikilvægar breytingar á kosningakafla stjórnarskrárinnar voru gerðar 1942 og 1959. Í bæði skiptin var hörð andstaða á þingi við þessar breytingar. Alþingi var í tveimur deildum og maður hefði haldið að flækjustig þingstarfa hafi verið mikið.

Síðan þá hafa verið gerðar breytingar til þess að stytta umræður og greiða fyrir afgreiðslu mála.

Þrátt fyrir þetta getur margra daga og vikna málþóf tafið þingstörf núna þótt bæði 1942 og 1959 hafi tekist að koma breytingum í gegn á sama ári og tvennar kosningar fóru fram.

1959 var breytingin afar róttæk, horfið frá einmennings- og tvímenningskjördæmum yfir í stór kjördæmi.

Gerð frumvarpsins,umræður um hana og afgreiðsla tók nokkrar vikur.

Frá þjóðfundinum 2010 sem lagði línurnar um meginatriði núverandi stjórnarskrárfrumvarps og í gegnum starf stjórnlaganefndar, stjórnlagaráðs og bráðum árs meðferðar í þinginu, er liðið eitt og hálft ár.

Það er umhugsunarefni að bera þetta saman og spyrja hvort einhverjar framfarir hafi orðið á meira en hálfri öld.  


mbl.is Þingið að falla á tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll já það er mjög sérstakt að sjá hvað framfarir í stjórnmálum eru hægar og gamlar hefðir fastar í skorðum jafn vel þótt sýnt sé að þær eru andstæðar  lýðræðinu.

Sigurður Haraldsson, 22.5.2012 kl. 06:20

2 Smámynd: Sólbjörg

Steingrímur má vita að það sem hann gagnrýnir svo hart kallast lýðræði en ekki málþóf- einræðisvaldi eins og honum hugnast það illa. Dómgreindarleysi Steingríms keyrir um þverbak í öllu sem hann kemur að , hann er ófær að sjá heildarmynd málefna á það líka við um hans eigin framkomu og hegðun. Sjálfur vill hann fá sinn andmælarétt og ræðutíma á alþingi og hefur nýtt hann ómældan í gegnum árin. En það eiga þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki að fá að hans áliti þegar hann sjálfur situr í stjórn.

Stjórnin er fallin á tíma vegna mestu vanhæfni sem nokkur ríkistjórn á Íslandi hefur sýnt. !! Kosningar strax!

Sólbjörg, 22.5.2012 kl. 10:18

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þjóðfundurinn 2010 var gjörónýtur til þeirra verka sem hann var svo notaður og ég skammast mín til að hafa látið glepjast til að vera þar.    

Já Sólbjörg kosningar strax.  Því þjóðin á rétt á að alþingi taki tillit til hennar, því hún á alla veganna húsið og greiðir þingmönnum kaup fyrir að gæta hagsmuna sinna. 

Hrólfur Þ Hraundal, 22.5.2012 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband