25.5.2012 | 23:49
Úrelt atvinnustefna frá 1960 ?
Fyrir 60 árum var það einfalt mál að halda uppi byggð og lífskjörum. Þá réðu atvinnutækifæri karla því hvar fólk vildi eiga heim. Þeir "sköffuðu" tekjur heimilisins handa heimilunum, sem konurnar sáu um.
Konur voru samtvaxandi og mikilvægur vinnukraftur í sjávarútvegsplássunum við það að vinna aflann í landi.
Þess vegna byggðist byggðastefnan í þeim byggðarlögum á því að skapa atvinnu við sjávarútveginn og auka aflann. Þegar ekki var lengur hægt að auka aflann, heldur fór hann þvert á móti minnkandi, blasti við að þessi atvinnustefna dugði ekki til að viðhalda byggðinni.
Þegar konur fóru að mennta sig almennt og fóru út á vinnumarkaðinn snerust aðstæðurnar alveg við.
Í stað þess að karlastörf réðu mestu um búsetu urðu það kvennastörfin.
Flestar félagsfræðilegar rannsóknir á þessu hafa sýnt að aðalleiðin til að viðhald byggð og þeim fjölbreyttu atvinnutækifærum, sem nútíma samfélag krefst, er að skapa kvennastörf fremur en karlastörf. Ef konurnr vilja ekki búa á stöðunum hnignar þeim og þeir deyja út.
Þetta virðist stjórnmálamönnum að mestu fyrirmunað að skilja og virðist einu gilda hvort þeir eru vinstrimenn eða hægrimenn. Þeir lifa enn í því gamla mynstri að höfuðáherslan sé lögð á karlastörf, rétt eins og allt sé með svipuðum kjörum og fyrir 60 árum.
Þegar "bjarga" á byggðarlögum og skapa störf eru það oftast að mestu karlastörf sem reynt er að skapa og þá helst tímabundin störf eins og við vegagerð eða virkjanir.
Þegar sparað er eru það hins vegar oftast kvennastörf sem lenda undir niðurskurðarhnífnum og ekkert er hugað að innbyrðis tengslum vinnustaða, þar sem konur eru í meirihluta.
Dæmi: Ákveðið er að leggja niður leikskóla í þorpi og flytja starfsemina yfir á annan leikskóla í 40 kílómetra fjarlægð.
Þetta veldur því að í heilsugæslustöðinni eða fiskvinnslunni á staðnum fást ekki konur til starfa.
Þegar þær annað hvort flytja burtu eða að konur fást ekki til starfa vegna skerðingar þjónustunnr, deyr byggðin því að byggðir standa eða falla með því hvort konur vilja eiga heima þar.
Stefnan áframhaldandi lágt gengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Akkúrat.!
Hörður Halldórsson, 26.5.2012 kl. 00:10
Stefán Ólafsson vann vandaða skýrslu fyrir Byggðastofnun rétt fyrir aldamót.
Þar kom kyrfilega fram að íbúaþróun á Austurlandi takmarkaðist af vinnuframboði fyrir konur, -sértaklega menntaðar konur. Samt var ákveðið að ráðast í að byggja virkjun og álver sem um allan heim eru fyrst og fremst vinnustaðir sem karlar sækja í.
Í fjórðungnum búa mun fleiri karlar en konur.
Álcoa áttaði sig fljótt á vandanum og gera það sem þeir geta til að ráða konur til starfa.
Margir starfsmenn hafa þar horfið frá störfum þar sem konur þeirra fá ekki störf við sitt hæfi í fjórðungnum.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.