Völlurinn aldrei opinn svona snemma?

Af samanburði við undanfarin átta ár má ráða að aldrei fyrr hafi verið eins lítill snjór á stærstum hluta hálendisins og nú. Norðausturhálendið var dökkt á gervitunglamynd sem sýnd var í fyrradag í veðurfréttum og eini hvíti bletturinn hið ísilagða Hálslón.

Ég hef haft af því fregnir að aðeins tvo skafla sé að finna á leiðinni frá Möðrudal upp í Kverkfjöll, en ef ég kíki á þetta á morgun ætti að vera að sjá þetta nánar og ekki síst að skoða, hvort Sauðárflugvöllur sé opinn og nothæfur í fyrsta skipti í sögu sinni í maí.

Á flugvellinum hefur verið yfir tíu stiga hiti að deginum í bráðum tíu daga og nokkra daga hefur hitinn komist í allt að 14 stig í 660 metra hæð yfir sjó.

Hvort flugvöllurinn lítur núna út, eins og hann er síðsumars og sést á myndinni hér fyrir neðan, kemur í hugsanlega í ljós á næstu dögum.  IMG_0864


mbl.is 21,6 gráður í Húsafelli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband