31.5.2012 | 03:25
"Ó, Guð, hvað það er erfitt..."
Nú vantar bara ekkert nema að spilað sé lagið "Oh, Lord, it´s hard to be humble" undir viðtali við Mario Balotelli. Já, það er erfitt fyrir snillinga að vera hógværir, auðmjúkir og lítillátir!
Ég er misskilinn snillingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maðurinn er fáviti, umboðsmaðurinn sjéní, eða fjölmiðlar fífl. Hallast helst að síðasta kostinum.
Halldór Egill Guðnason, 31.5.2012 kl. 04:02
Halldór. Ég held að þú hafir hitti naglann á höfuðið.
Benni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 12:33
Afsakaðu, Ómar, takk fyrir spjallið áðan - ég finn ekki bloggfærsluna sem þú minntist á, um hlauparann og hlaupastílinn... Afsakið þið hin líka þessa athugasemd um óviðkomandi mál!
Guðni Th. Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 16:30
Afsakaðu, Ómar, takk fyrir spjallið áðan - ég finn ekki bloggfærsluna sem þú minntist á, um hlauparann og hlaupastílinn... Afsakið þið hin líka þessa athugasemd um óviðkomandi mál!
Guðni Th. Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 23:07
Hafðu ekki áhyggjur af því. Þessi bloggsíða hefur alltaf verið galopin. Pistillinn, þar sem rætt var um hlauparann og hlaupastílinn var skrifaður 26. maí og bar yfirskriftina: "Virkaði sem sönn tjáning". Hann innihélt greiningu á frammistöðu og hreyfingar sigurvegarans í Evróvision i samanburði við það sama hjá okkar fulltrúum .
Hlaupastíllinn varð umræðuefni í einni af athugasemdunum, þar sem ég bar saman "kóreografík" og hlaupastíl.
Ómar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 23:08
"Kóreografí" átti þetta að vera.
Ómar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.