2.6.2012 | 13:40
Hálendið aldrei eins og núna.
Hér er best að skella inn nokkrum myndum, sem voru teknar í ferð frá Hvolsvelli þvert yfir Vatnajökul yfir Sauðárflugvöll á Brúaröræfum norðan við Brúarjökul til að sýna, að veðrið hefur verið tiltölulega enn betra á hálendinu en á láglendinu, raunar svo frábært, að ég man ekki eftir öðru eins í maí.
Á fyrstu myndinni er að vísu að sjá mikinn snjó á belti sem liggur austur frá Heklu um Torfajökulsvæðið og er horft til austurs í átt að Hrafntinnuskeri en síðan til vesturs í átt að Heklu.
En þar með er þetta tákn vetrarins úr sögunni, því að norðan Landmannalauga er alauð jörð allt til Kerlingarfjalla og Hofsjökuls.
Hér er horft yfir Veiðivötn í þessa átt, öll vötn alauð.
Eina vatnið sem enn var ísilagt í fyrradag var Langisjór og nokkur snjór er í Jökulgili og á eystri hluta Fjallabaksleiðanna.
Eldstöðin í Grímsvötnum naut sín vel úr lofti eins og sjá má.
Kverkfjöllum var lónið "Gengissig" autt en í sorta alauðs hálendisins norður af stóð Herðubreið vaktina ásamt Upptyppingum í hitamistrinu.
Sauðárflugvöllur er eins og á júlídegi eins og sjá má og er nú opinn öllum flugvélum upp í Fokker F50.
Þar er nú 11-13 stiga hiti dag eftir dag. Á myndinni standa Brúarjökull og Kverkfjöll vörð í suðri.
Ég er umsjónarmaður vallarins, skipti um annan vindpokann og skoðaði brautirnar og gaf síðan flugturnum og NOTAM skrifstofu skýrslu um opnun vallarins.
Fáklætt fólk mátti víða finna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir að leyfa okkur að sjá þessar myndir, gaman af þessu ásamt þín góða og málefnanlega bloggi.
Guðlaugur Jónasson, 2.6.2012 kl. 14:04
Alltaf gaman að sjá allar þessar myndir frá þér Ómar.
Hafðu þökk fyrir.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 16:31
Eftir að hafa skoðað svona flottar loftmyndir er kannski réttast að selja jeppann og fá sér flugvél.
Guðlaugur Jónasson, 2.6.2012 kl. 17:22
Sjón er sögu ríkari, og svona myndir sýna bara hluta af upplifuninni.
Fyrir glettni örlaganna hef ég flögrað svolítið með Ómari, og það er alveg maaaaaggggnað! Og vonandi aftur.
Seldu jeppann, hehe.
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.