Er það virkilega að ekki eigi að virkja?

Í hálfa öld hafa menn ekki getað hugsað sér neitt jákvæðara en að fara í virkjanaframkvæmdir. Ástæðan sem alltaf er gefin er sú að framkvæmdirnar skapi svo og svo mörg hundruð eða þúsundir starfa.

Reynslan sýnir að sama daginn og skrifað hefur verið undir samninga um verkið, byrjar þensla, sem yfirleitt er að mestu til komin af auknum yfirdráttarheimildum á greiðslukortum.

Hitt hefur aldrei verið nefnt, svo ég muni, að þegar virkjanaframkvæmunum ljúki, muni jafnmargir missa atvinnuna og fengu vinnu við framkvæmdirnar.

Það hefur verið aukaatriði í þessu sambandi hvort arðsemin til lengri tíma litið stæðist kröfur eða hvort mat á umhverfisfórnum eða rannsóknir á því hvort önnur fjárfesting hefði skapað meiri tekjur til lengri tíma hefði verið mun arðvænlegri og heppilegri.

Það sætir því tíðindum þegar sú nýlunda kemur fram að framkvæmda- og veitustjórn Árborgar leggist gegn Ölfusárvirkjun.


mbl.is Ölfusárvirkjun óraunhæf og skilar ekki arði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Er virkjanaþrýstingurinn ekk fyrst og fremst verktakaþrýstingur ? Minna horft í þau fáu störf sem skapast til næstu framtíðar ? Störfí stóriðjum á borð við álver- að undangengnum virkjunum fyrir þau eru sennilega dýrsustu störf sem sköpuð hafa verið-eða um 3-400 milljónir/starf. Vissulega ágæt atvinna fyrir þá sem þar vinna-yfirleitt. Bent hefur verið á verði allt virkjað sem virkjanlegt er þá skapist störf fyrir 2-3% af heildarstörfum á vinnumarkaði. 98% munu þá vinna við "eitthvað annað" En fyrst og fremst er þrýstingurinn á virkjanaframkvæmdir framkvæmdanna vegna. Þær framkvæmdir eru fjármagnaðar með erlendu lánsfé. Og þá verður hagvöxtur meðan á framkæmdum stendur-fenginn að láni... Er ekki alveg tímabært að fara að hugsa þessi virkjana mál uppá nýtt.. ???

Sævar Helgason, 1.6.2012 kl. 18:07

2 identicon

Ég er ekki alveg viss um að Selfyssingarnir séu að hugsa þetta á svona djúpum/breiðum grunni. Heldur að þeim reiknist fallið heldur lítið til að skila nægilega mikilli arðsemi til að virkjunin borgi sig.

     Hitt held ég að sé rétt að t.d. Kárahnjúkavirkjun hafi átt sinn þátt í að hleypa hér þenslunni á fullan skrið og vegna kolrangra viðbragða í hagstjórninni þá fór hér allt til andskotans....

En þá eru það óþægilegu spurningarnar, hvað ef hagstjórnin hefði verið skynsamleg meðfram Kárahnjúkavirkjun, hefði hún þá ekki orðið bjarghringur fremur en millusteinn um háls þjóðarinnar?     Hvað ef Ölfusárvirkjun hefði reiknast hagkvæm, væri hún þá í lagi?   

Það er nú samt skiljanlegt að þeir sem eru á móti virkjunum vegna umhverfissjónarmiða freistist til að gagnrýna þær líka af hagkvæmnisástæðum (þ.e. þó ekki sé tekið tillit til umhverfisskaðans), það er jú súrt að sjá umhverfið fara í vaskinn fyrir eitthvað sem svo er líka óþjóðhagkvæmt.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 18:54

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alltaf sami falski söngurinn í þér Ómar. "..ekki getað hugsað sér neitt jákvæðara en að fara í virkjanaframkvæmdir."

Þetta er einfaldlega rangt og þeir einu sem halda þessu fram eru náttúruverndarsamtök og þú sjálfur, þ.e. þeir aðilar sem ekki vilja virkja til raforkuframleiðslu.

Kárahnjúkavirkjun átti 12-14% hlut í þenslunni. Byggingariðnaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, með hjálp bankanna og íbúðalánasjóðs áttu um 60-70% hlut.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2012 kl. 20:53

4 identicon

Kárahnjúkavirkjun var eins og hvellhettan í dínamíttúpunni, það er alrögn nálgun Gunnar Th., að verðmeta hana eftir á, sem hlutfall af þenslunni, skaðinn af hennar völdum fólst miklu fremur í því að koma þenslunni af stað.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 21:23

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir einu sem halda því fram að Kárahnjúkar hafi verið orsök þenslunnar eru þeir sem voru/eru á móti framkvæmdinni. Hins vegar er vel hægt að taka undir það að tímasetningin á framkvæmdunum var óheppileg m.t.t. hins "ódýra" og auðfáanlega fjármagns sem dælt vær í hagkerfið af hálfu bankanna í kjölfarið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2012 kl. 22:20

6 identicon

"Þeir einu sem halda því fram að Kárahnjúkar hafi verið orsök þenslunnar eru þeir sem voru/eru á móti framkvæmdinni"  Þessi fullyrðing er alveg ónýt til rökræðu.  Þetta er ósannanleg/óafsannanleg alhæfing auk þess sem það á að geta verið rökrétt niðurstaða að álíta Kárahnjúkavirkjun hafa haft ákveðin áhrif á hagkerfið, burt séð frá því hvort maður hafi verið með eða á móti framkvæmdinni af einhverjum öðrum orsökum!    Svo var nú til fólk sem sá þetta nokkuð fyrir.

Ég man t.d. eftir útvarpsþætti þar sem Edda Rós Karlsdóttir var að útlista hliðaráhrif fyrirhugaðrar stórvirkjunar á hagkerfið og talaði m.a. um ruðningsáhrif á framleiðslugreinar vegna hækkunar gengis. (væri fróðlegt að ná í heyra þennan þátt í dag) auk þess sem hún benti annars staðar á (sem fulltrúi ríkisins í stjórn Landsvirkjunar) að arðsemin væri ekki nægjanleg fyrir þjóðarbúið.http://www.mbl.is/frettir/innlent/2003/01/10/likur_a_ad_karahnjukavirkjun_skili_ekki_vidunandi_a/

Ég held að þetta hafi verið faglegt mat hjá henni miklu fremur en eitthvert með/móti virkjunar tal!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 23:23

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif framkvæmdanna hafa verið metin og gefin út í skýrslu (Háskólinn á Akureyri). Áhrifin voru góð og ruðningsáhrif lítil sem engin og mun minni en reiknað var með.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2012 kl. 23:38

8 Smámynd: Magnús Jónsson

Hve lengi ætla meintir andstæðingar að vitna í horfna fossa og gróðurtap yfir 600 metrum yfir sjó??, þar vex bara ekki neitt, því miður, hvað er verið að reyna að vernda, mér er spurn.

Magnús Jónsson, 2.6.2012 kl. 00:12

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka voru rekin með tapi á síðastliðnu ári.

Landsvirkjun er í eigu íslenska ríkisins og Sjálfstæðisflokkurinn heimtar sífellt mikil ríkisafskipti af atvinnulífinu og gríðarlega há erlend lán til að búa til störf sem eru margfalt dýrari og meira en tvöfalt færri en í ferðaþjónustunni.

Það er nú allt "frelsið" sem flokkurinn boðar.

Fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér
eru hins vegar einkafyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 2.6.2012 kl. 01:08

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Að auki einkennist orðræða fasismans af mikilli þjóðernishyggju.

Fasismi

Þorsteinn Briem, 2.6.2012 kl. 01:17

11 identicon

Gunnar Th @7:   Ertu með tengingu á þessa skýrslu, það væri fróðlegt að sjá hana?

Þetta með ruðningsáhrifin er nú dálítið kúnstugt.  Ef framkvæmd veldur hækkuðu gengi þá veldur hærra gengi erfiðleikum hjá útflutningsgreinum, þ.e. ruðningsáhrif.  Ef t.d. Kárahnjúkavirkjunin og framkvæmdir henni tengdar hafa sett af stað atburðarás hágengisins þá er klárt að því hafa fylgt mikil ruðningsáhrif. Háa gengið endaði svo með hruni og núverandi lággengi sem er hagstætt fyirir útflutningsgreinar.Það er ekki þar með sagt að rétt sé að  þakka lága gengið meintum orsakavöldum háa gengisins.

Ef skýrsluhöfundarni á Akureyri hafa komist að því að ruðningsáhrif Kárahnjúkavirkjunar hafi verið óveruleg þá þykir mérlíklegt að þeir geri sömu mistök og Gunnar Th. @3 hér að ofan, að meta hana eftir á sem hlutfall af þenslunni en átta sig ekki á snjóboltaáhrifunum, þ.e. hvernig framkvæmdin setti (vegna rangrar hagstjórnar) þensluna á fulla ferð.    Trúlega hefur ógætileg veðsetning á aflaheimildum haft þarna mikil áhrif líka.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband