1.6.2012 | 12:56
Mánuði á undan.
Það blasti við á flugi yfir hálendið á miðvikudag að á svæðinu fyrir norðan og norðaustan er nú betra ástand varðandi færð en ég minnist að hafa séð fyrr.
Á myndinni er horft til norðurs úr lofti, og eru Kerlingarfjöll og vesturhluti Hofsjökuls við sjóndeildarhring, en nær eru Krókslón og hluti Þórisvatns. Neðst til hægri glyttir í Ljótapoll.
Stundum er sagt að sjáist varla á dökkan díl á myndum, en hér er það öfugt, það sést varla á hvítan díl.
Biðst velvirðingar á því að myndin fór tvisvar inn. Fjalla nánar um hálendisflugið við fyrsta tækifæri.
Opið inn í Landmannalaugar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott mynd hjá þér, Ómar. Virkar allt skraufþurrt á þessum slóðum. Smá mistök, það er Bláhylur í hægra horninu neðst. Ljótipollur er aðeins austar. Þegar maður sér svona fína mynd sér maður eftir því að hafa aldrei lært að fljúga.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.6.2012 kl. 14:16
Ísland í dag:
http://lance-modis.eosdis.nasa.gov/imagery/subsets/?subset=Iceland.2012153.terra.250m
Ódáðahraun er rykþurrt, allir vegir færir en bannað að aka þá.
Mikill snjór er enn á norðanverðum Sprengisandi og vegurinn tæpast fær fyrr en í júlí.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 15:01
Rétt hjá Þér Sigurður. Þetta er Bláhylur. Ég hef þó oftar heyrt hann nefndan Hnausapoll. Veit ekki hvort er réttara. Fróðlegt væri að fá rök fyrir því hvort nafnið skal nota. Ansi mörg dæmi eru um svona misræmi um örnefni, jafnvel mjög þekkta staði og mikilfengleg náttúrufyrirbæri. Væri ekki rétt að örnefnanefnd yrði meira afgerandi í ákvöðrunum í svona álitamálum til að útrýma misræmi við kortagerð?
Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.