5.6.2012 | 21:26
Réttur maður á réttum stað með réttan boðskap.
Þorgrímur Þráinsson var snjall landsliðsmaður í knattspyrnu og til fyrirmyndar á leikvelli.
Hann tók sér síðan það fyrir hendur að skrifa unglingabókina "Tár, bros og takkaskór" árið 1990 og varð sú unglingabók ein af mest seldu bókum þess árs.
Síðan hefur Þorgrímur skrifað fleiri bækur en sneri sér síðan að mannræktarfyrirlestrum fyrir nemendur í 10. bekk á Íslandi.
"Eltu drauminn..." er frábær yfirskrift á viðleitni hverrar ungrar manneskju til þéss að verða að sem mestu gagni og gleði fyrir sig og aðra og fá þannig sem mest út úr lífinu, hverjum degi, hverri stund.
Í orðunum "eltu drauminn" felst að enginn getur fengið alla drauma sína uppfyllta en getur samt öðlast lífsfyllingu og lífshamingju við að leitast við að lifa lífinu sem best.
"Það stekkur enginn lengra en hann hugsar" sagði gömul förukona og niðursetningur í Langadal við mig ungan þegar hún lagði mér lífsreglurnar.
Þorgrímur hefur sýnt það áður að hann á gott með að ná til unglinga og er því réttur maður á réttum stað með réttan boðskap, sem hefur ekki alltaf verið áberandi í námsskánum.
Helsta skylda skólakerfisins er mannrækt þar sem þekkingaröflun er í öðru sæti, þótt mikilvæg sé.
Þessa skyldu hafa Þorgrímur og Pokasjóður nú tekið að sér að sinna og er það vel.
Elta drauma og fylgja ástríðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.