Endalok konungsveldisins?

Það er líklega Elísabetu Bretadrottingu og Georg föður hennar að þakka að breska konungsveldinu hefur ekki verið haggað. Það leit svosem ekki gæfulega út fyrir föður hennar að taka við konungstigninni þegar glæsilegur bróðir hans afsalaði sér völdum vegna þess að hann vildi eiga fráskilda bandaríska konu.

Georg var einkar óframfærinn og tók út vegna þess að hann stamaði.

Leist mörgum ekki á blikuna að fá honum þjóðhöfðingjatign.

En hann spjaraði sig svo um munaði og hlaut aðdáun þjóðar sinnar fyrir það hvernig hann vann úr veikleikum sínum og ekki síst fyrir það hvernig hann tók þátt í kjörum almennings og þjóðar sinnar þegar verst lét í stríðinu og sprengjunum rigndi yfir breskar borgir.

Þegar Elísabet fellur frá verður skarð fyrir skildi, því að erfitt er að sjá að afkomendur hennar séu til stórræða líklegir.

Bæði í Bretlandi og sumum bresku samveldislöndunum hafa verið uppi æ háværari raddir um að segja skilið við bresku konungsættina. 

Og vinsældir og traust á Svíakonungi er í sögulegu lágmarki.

Samt er eins og lögmál tregðunnar ríki varðandi það að víkja burtu því yfirbragði foreskjulegs tildurs sem einkennir konungsveldi.


mbl.is Auðmjúk Bretadrottning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það á ekki að leggja konungsdæmið af. Ekki í Bretlandi eða annarstaðar. Og það er staðreynd að í flestum konungsríkjum þá aflar viðkomandi fjölsylda meiru enn hún eyðir.

óli (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband