Tískutré.

Aspir urðu mikið tískutré hér á landi á fáum árum. Íslenska birkið eða reynirinn þóttu greinilega ekki nógu fín.

Nú eru afleiðingarnar að koma í ljós. Út um alla borg sprengja rætur aspanna upp stéttir og götur og eyðileggja hitaveituleiðslur og skólpleiðslur.

Sem nærtækt dæmi má nefna að nú hafa aspir teygt sig svo hátt upp við blokkina, sem ég bý í, að þær byrgja útsýnið til suðurs og vesturs sem var einn helsti kostur blokkarinnar.

Þær eru á næstu lóð, alveg við lóðamörkin, en svo virðist sem það sé einkamál hvers lóðareiganda hvaða trjátegund hann gróðursetur og hvernig, þótt það geti haft mikil áhrif á næstu lóðum.

Þessi tiltekna asparöð er einföld og rökin fyrir henni eru þau að hún veiti svo mikið skjól.

Samt eru neðstu tveir metrarnir lauflausir, einnmitt í þeirri hæð sem skjóls er mest þörf, og þessar aspir hleypa því vindinum og skafrenningnum í gegn þar sem helst er þörf á að stöðva hann.

Þar sem flugvélin mín stóð á Reykjavíkurflugvelli var hins vegar gróðursettur lágvaxinn trjágróður, sem er laufgaður alveg niður að jörð og veitir mikið skjól.

Sum staðar í borginni hafa aspir verið gróðursettar alveg við lóðarmörk, en hinar víðfeðmu rætur þessara trjá virða engar slíkar línur og valda oft skemmdum utan lóðanna.  


mbl.is Aspir valda miklum usla í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Samkvæmt gildandi byggingarreglugerðum má bóndi úti í sveit ekki byggja hundakofa bak við hús án þess að fá öll leyfi fyrir framkvæmdinni.  Enn hann má planta skógi í allt landið sitt án þess að spyrja kóng eða prest.  Allskonar skógrækt virðist vera hafin yfir alla gagnrýni.  Innan fárra ára verður vaxinn upp skógur á bróðurparti leiðarinnar á milli Hellu og Hvolsvallar, svo byrgir alla sýn til norðurs.  Skógafoss er að hverfa bak við skóg séð af þjóðveginum. Allt stefnir í að vegfarendur geti innan tíðar keyrt í gegn um Vík í Mýrdal án þess að hafa hugmynd um að þeir séu staddir í einu fallegasta þorpi landsins.  Það eru engin mál svo góð að ekki megi þar fara offari.

Þórir Kjartansson, 7.6.2012 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband