7.6.2012 | 10:24
Eykur varla litla virðingu þingsins.
Ekki virðist líklegt að fréttirnar af störfum Alþingis og umræðum þar, sem virðast oft á tíðum komnar út um víðan völl, auki traust þjóðarinnar á því eða að virðing þingsins vaxi af þessum fréttum, og er þó hvort tveggja, traust og virðing þingsins, í sögulegu lágmarki í um þessar mundir.
Þetta er áhyggjuefni, því að haldi svo fram sem horfir, eykur þetta á hættuna á upplausn og óreiðu í stjórnmálum í aðdraganda alþingiskosninga eftir tæpt ár.
Það er athyglisvert að bera þingstörfin nú og ástandið á þinginu saman við þær starfsðferðir sem voru við hafðar hjá stjórnlagaráði, þar sem sjónarmið fulltrúa í upphafi voru afar margbreytileg, en notaðar voru markvissar aðferðir til að rökræða sig til sameiginlegrar niðurstöðu með hugarfari samvinnu, samhjálpar og drengskapar í stað þeirrar sundrungar og oft á tíðum vilja til að leggja steina í götu andstæðinga, sem virðist ríkja á Alþingi.
Sagði alþingismann vera drukkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Segjum þetta eins og það er, á alþingi eru mestu bjánar íslands. Bjánar eru þannig að þeir kunna ekki að skammast sín.. þess vegna eru þessi bjánar í framboði.. Þetta er eins og með skítinn sem flýtur.
DoctorE (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 10:54
Það stendur yfir stríð á Íslandi ha hvað er maðurinn að fara ? jú stríðið geysar um auðlindir og þær miklu auðsuppsprettur sem þetta land gefur og mun í framtíðinni gefa af sér í enn ríkari mæli. Þessarar staðreyndar gætir mjög í stöfum Alþingis. Og því Ómar minn er borin von að dregskaparvinnubrögð munu líta dagsins ljós þar því miður. Gerum okkur engar grillur, þökkum bara fyrir að ekki séu til skriðdrekar á Íslandi ;)
Jóhann H (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.