10.6.2012 | 10:41
Bara tveir edrú á Austurvelli..?
Nú er vika til þjóðhátíðardagsins og kannski voru þeir að æfa sig fyrir hann, sem voru hópum saman ósjálfbjarga af ölvun um alla borg.
Hávaðaútköllin kannski sömuleiðis vegna æfinga fyrir hamaganginn eftir viku.
Þar sem ég bý glumdi graðhestamúsíkin seint í gærkvöldi yfir hverfið hundruð metra frá einhverju partíinu. Minnti á lætin í flugeldunum, sem byrjað er að skjóta upp á svipuðum slóðum á hverju kvöldi strax um jólin og allt fram til 10. janúar.
Þetta minnir mig á það, sem datt út úr mér fyrir mörgum árum eftir að fréttir fjölmiðlanna 18. júní snerust um ástandið á þjóðhátíðargestum nóttina á undan:
"Ég kom niður á Austurvöll um þrjúleytið í nótt þegar þar var krökkt af fólki að skemmta sér. Ástandið var hrikalegt, - aðeins tveir menn edrú á öllum Austurvelli, - ég og Jón Sigurðsson."
Margir ósjálfbjarga sökum ölvunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.