14.6.2012 | 21:21
Fáir sem standast kröfurnar?
"Hvítur er litur pg tákn hreinleikans" segir Rúnar Geirmundsson útfararstjóri þegar hann útskýrir, hvers vegna boðið verði senn upp á hvítan líkbíl í fyrsta skipti í 90 ár.
Ansi er ég hræddur um siðferði manna hafi ekki tekið þeim framförum í 90 ár að þetta standist, og að fáir ef nokkrir standist þessar kröfur.
Nema menn hugsi þetta þannig, að þegar menn hafi látið sjálft jarðlífið af hendi, séu þeir kvittir og sáttir við Guð og menn.
Sting samt upp á að boðið verði upp á mislitan líkbíl, kannski þeim fyrsta í heiminum, en líka þeim sem er með raunsæislegasta útlitinu.
Hefur ekki sést á götunum í áratugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.