25.6.2012 | 17:27
Fjötur um fót? Hvað vill þjóðin?
Er ákvæði stjórnarskrárinnar um að ríkið verndi og styðju þjóðkirkjunnar til góðs fyrir hana eða ekki?
Þarf trúfélag með þá yfirburða stöðu, sem hún hefur á grundvelli stærðar, sögu og tengsla við menningu þjóðariunnar, á slíku ákvæði að halda?
Eða er það að verða þjóðkirkjunni fjötur um fót og dragbítur að þurfa sífellt að sæta aðfinnslum vegna þessa ákvæðis í stjórnarskránni?
Myndi það auka veg hennar og virðingu ef hún þyrfti að sanna ágæti sitt með verkum sinum fremur en forréttindum sem felist í stjórnarskrárákvæði?
Í sama ákvæði segir að hin evangeliska lúterska kirkja sé þjóðkirkja á Íslandi og skul njóta verndar og stuðnings ríkisvaldsins og þjóðkirkjusöfnuðirinr og starf þeirra hafi þessa sérstöðu.
En af hverju ekki fríkirkjusöfnuðirnir, sem líka eru evangelisk Lútherskir?
Þjóðin og þjóðkirkjan hafa átt samleið síðan 1550 og þar á undan Kaþólska kirkjan.
Með hliðsjón af því að enn er yfirgnæfandi hluti landsmanna er í þjóðkirkjunni er ekkert óeðlilegt við það að þjóðin ákveði þetta sjálf.
Það myndi hún gera samkvæmt ákvæðinu í frumvarpi stjórnlagaráðs um það að ekki verði gerðar breytingar á kirkjuskipan, en sú skipan felur í sér stöðu þjóðkirkjunnar, nema það fari í þjóðaratkvæði.
Í kosningunum í haust verður þjóðin spurð um þetta sérstaklega og það er af sama toga.
Sérstaðan sögulega ákvörðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvers vegna skyldu dóms og kirkjumál hafa hafnað hjá sama ráðuneytinu, og hvers vegna hefur enginn fundið að því að svo ólík mál séu í sama ráðuneytinu?
Hvað eiga dóms og kirkjumál sameiginlegt?
Ég hef oft velt þessu fyrir mér, og get ekki með nokkru móti fundið eitthvað skylt með þessum tveimur ólíku málaflokkum. En mér fróðara fólk getur örugglega bent mér á einhver skiljanleg og réttltanleg rök fyrir þessu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2012 kl. 19:03
réttlætanleg rök, átti þetta að vera.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2012 kl. 19:04
Á þeim langa tíma sem dómsmál og kirkjumál voru undir sama ráðherra er sagt að hann hafi þurft að sinna kirkjumálum u.þ.b. hálftíma á hverju ári! Sú vinna var fólgin í því að flytja ræðu á Kirkjuþingi sem oft einhver kontóristi hafði samið eða tínt til.
Biskup eða byskup eins og eldri rithátturinn er, sá um kirkjumálin sem stjórnvald. Það sem kom á borð ráðherra voru örfá vafamál sem þurfti að taka ákvörðun um.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 26.6.2012 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.