Aldrei datt manni þetta í hug.

Í gegnum árin hefur manni dottið margt í hug sem gerst gæti á Íslandi en aldrei það, að einn frægasti kvikmyndleikari heims yrði staddur á Íslandi þegar fræg eiginkona hans sækti um skilnað.

Þetta hefur alltaf verið eitthvað sem bara gerist í útlöndum. En svona hafa aðstæður hér á landi smám saman breyst í átt til þess að jafnvel það, sem hingað til hefur tilheyrt Hollywood eða stórborgunum gerist hér uppi á klakanum, sem er svo sannarlega enginn klaki þessa dagana.


mbl.is Tom Cruise sagður niðurbrotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórhættulegt að fara til Íslands. Menn skilja bara við mann og annan.

Óli Fel (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 01:50

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ömurlegt PR "trikk". Flestir farnir að gleyma Crúsanum og því nauðsyn á að sletta einhverri sprengju í loftið svo allir velluþættirnir um þetta "Slowlywood" lið geti þrifist áfram. Hvað er annars að fólki sem tekur sona bévítans leðju nærri sér? e

Halldór Egill Guðnason, 30.6.2012 kl. 02:59

3 identicon

Þetta eru mikil undur og stórmerki.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 06:58

4 identicon

Skilst að þetta sé vegna Vísindakirkjunnar, daman vill ekki þann fáránlega félagsskap og þaðan af síður að barnið sé heilaþvegið með geimveruguðsruglinu.

Við skulum vona að Vísindakirkjan fái ekki augastað á landinu okkar.. nóg er ruglið fyrir :)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 11:04

5 identicon

Mér finnst helst athyglisvert vegn kom Tom Cruse til Íslands er að gamall slóði að skálanum í Jöklheimum hefur verið heflaður í fyrsta skiptið.
Þessi gamli slóði hefur staðist tímans tönn því hann var ekki heflaður og varð því ekki að farvegi fyrir vatn sem grefur alla vegi í sundur.
Annað sem er merkilegt við þessa framkvæmd er að í "Stjórnunar og Verndaráætlun" Vatnajökulsþjóðgarðar er ekki gert ráð fyrir þessum slóða og hvað þá vegi, en samkvæmt núverandi Umhverfisráðherra er þá Tom Cruse og fylgadarlið í bullandi utanvegaakstri á gömlum slóða en nýhefluðum.

Dagur Bragason (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband