"Eldur og ís!"

Nú virðist ljóst að stormasamur tími er í samskiptum þeirra Tom Cruise og Katie Holmes. Þetta sást mér yfir í viðtali í morgunútvarpinu á RUV í morgun þegar ég minntist á hugmynd mína að myndbandi þar sem Gunnar á Hlíðarenda og Hallgerður standa í brekkunni við Hlíðarenda með Eyjafjallajökul í baksýn og syngja um "Eyjafjallajökul ástríðnanna" í lagi sem ber heitið "Eldur og ís" og er með myndskeiðum þar sem jarðeldurinn brýst upp í gegnum ís hins gjósandi Eyjafjallajökuls.

Þau Óskar Pétursson og Ína Valgerður Pétursdóttir syngja lagið með hljóðfæraleik Þóris Úlfarssonar.  

Mér sást yfir það að varla væri hægt að hugsa sér flottari uppsetningu myndbandsins núna en að Tom Cruise og Katie Holmes lékju hlutverkin í myndbandinu, ekki hvað síst vegna þess að skilnaðurinn og uppistandið vegna hans hafa gerst þegar Cruise var hér á landi og myndin af þeim leiðast hönd í hönd er í hróplegu ósamræmi við hið raunverulega ástand sambands þeirra.  

Meðal setninganna, sem sungnar eru í laginu, eru þessar þegar búið er að lýsa fyrstu kynnum og ást við fyrstu sýn:

"...en undir sléttu yfirborði leyndist

ástríða svo villt sem verða má.

Mörg var stund sem erfið okkur reyndist

er öldur skapsmunanna rákust á:  

Loginn varð laus!

Voðinn var vís!

Gos upp þá gaus,

upp gegnum ís!

                                 Eldur og ís!

                                 Undarleg blanda´af hatri´og ást.

                                 Eldur og ís!

                                 Í ökkla´eða eyra´að njóta og þjást.

                                 Eldur og ís!

                                 Ýmist að faðmast eða slást!

                                 Eldur og ís!  Eldur og ís!

Sambúð okkar ávallt er að sanna

að ástarinnar dýrð er sjaldan vís

er Eyjafjallajökull ástríðnanna

óvænt gýs í gegnum þykkan ís.

                                 Eldur og ís!

                                 Þvílíkar öfgar aldrei sjást!

                                 Eldur og ís!

                                 Ástríðuflóð sem aldrei brást!

                                 Eldur og ís!

                                 Átökum blandin eilíf ást

                                 sígur og rís,

                                 sýður og frýs,

                                 eldur og ís!

                                 Eldur og ís!


mbl.is Lífið var eins og hryllingsmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tom er Cruise í tómum blúsi

Telja lúser má þann skarf

Brynnir músum í Bónus húsi

burtu spúsan honum hvarf

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 14:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 3.7.2012 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband