"Víst ertu snjall og vís, Björn..."

Sú nýtilkomna hegðun ísbjarna að ganga á land hér á landi, þótt hafísinn sé ekkert nær landi en venjulega, er dularfull. Og þó?

Vegna þeirra breytinga sem nú eiga sér stað í umhverfi þeirra vegna hlýnunar lofts og sjávar er hugsanlega hætt að leita skýringanna þangað. 

Það hefur löngum verið hægt að leika sér með orðið björn, og það gerði ég eitt sinn þegar Björn Malmquist var samstarfsmaður okkar Sigurveigar Jónsdóttur við gerð þáttanna "Aðeins ein jörð."

Björn var afar áhugasamur og útsjónarsamur samstarfsmaður og svo fór að ég taldi mig knúinn til þess að færa honum þakkarvísu og hafa hana á tveimur tungumálum í anda K.N.

Hún var svona, en nýtur sín þó varla til fulls nema hún sé mælt af munni fram eða lesin upphátt: 

 

Víst ertu snjall og vís, Björn,

og vin engan betri ég kýs, Björn.

You solve my case

and safe my face

so sweetly við grace

and ease, Björn.  


mbl.is Leituðu að birni en fundu öldudufl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar Ragnarsson Í samstarfi við hið góða skáld K.N. það getur ekki orðið betra en það...

Dóri k (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband