8.7.2012 | 22:09
Yfir þjóðveginn og á öllum girðingum.
Ruslið frá hátíð sem kallar sig Besta hátíðin var á öllum girðingum og fokið norður yfir þjóðveginn þegar ég fór þar um fyrr í kvöld.
Sá þjóðarósiður Íslendinga sem birtist í þessu virðist síst á undanhaldi, heldur færast í aukana ef eitthvað er.
Víða austan hafs og vestan liggja háar sektir við svona athæfi. Í Bandaríkjunum getur einn sígarettustubbur, sem maður hendir á víðavangi, kostað hann 125 þúsund krónur í sekt.
Hvers vegna? Vegna þess að þar hefur þetta reynst ráðið sem hefur dugað. Ef hver gestur Bestu hátíðarinnar yrði sektaður á þennan hátt myndi heildarupphæðin verða yfir 700 milljónir króna.
P. S. Í fréttum Stöðvar 2 var sagt að búið væri að hreinsa upp allt rusl á mótssvæðinu. Þetta var sagt á svipuðum tíma og ég átti leið framhjá því og sá ekki annað en það sem ég greini frá hér að ofan. Það er lítils að hreinsa upp rusl á svæðinu sjálfu ef það er út um víða völl utan þess.
Gríðarlegt rusl á Gaddstaðaflötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslendingar eru langflestir óforbetranlegir sóðar, dónar og drullusokkar sem eiga fátt annað skilið en að drukkna í eigin saur.
Baldur (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 08:32
Ég sá marga krakkana staldra við á Selfossi til að fá sér KFC í nesti.
Þau voru enn að kasta rusli -- beint út um glugga á bílunum sínum..
Þessi börn eru foreldrum sínum til skammar.
Jonsi (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 10:12
@Jónsi. Krakkarnir sáu foreldra sína gera slíkt hið sama. Þau eru því þeim ekki til skammar, heldur stæling þeirra.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 11:26
@Haukur, nákvæmlega, börnin læra það sem fyrir augu þeirra er borið. Ég er orðinn mjög svo langþreyttur á Íslendingum og því hvernig þeir hegða sér. Auðvitað eru ekki allir svona, en ótrúlega stór þorri þjóðarinnar kann ekki að umgangast landið af virðingu. þeir mega taka það til sín sem eiga það að þið eruð ömurlegt hyski sem á skilið að kafna í eigin ælu.
Baldur (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.