9.7.2012 | 16:52
Allt í fína lagi með öryggiseftirlitið.
Nú hefur verið birt sú fyrsta niðurstaða rannsóknar á því hvernig tveir menn gátu komist alla leið um borð í millilandþotu án þess að öryggiseftirlitið í flugstöðinni yrði neins vart.
Niðurstaðan er sú að allt hafi verið í fína lagi með öryggiseftirlitið en mennirnir hafi komist alla þessa leið með því að fara yfir öryggisgirðingu.
Það þýðir einfaldlega að hefðu þeir verið með sjálfsmorðsárás í huga gátu þeir sprengt þotuna í loft upp þegar þeir voru komnir inn í hana og gátu væntanlega líka verið með vopn á sér sem gerði þeim kleift að taka þotuna og farþegana í henni í gíslingu og hugsanlega neytt flugmennina til þess að fara á loft.
En það er gott til þess að vita að ekkert var athugavert né brást við öryggiseftirlitið.
Þetta minnir mig á það þegar fréttamaður Sjónvarpsins saumaði mjög að yfirvarðstjóra lögreglunnar í kjölfar margra mannshvarfa í kringum 1975.
Í lokin brast fréttamanninn þolinmæðina og sagði: "Þú getur ekki sagt að það sé í lagi hjá ykkur að finna engan af hinum horfnu."
"Þetta er ekki rétt hjá þér", svaraði yfirvarðstjórinn. "Við höfum víst suma af þessum horfnu mönnum um síðir, - dauða og allt í fína lagi."
Hælisleitendurnir vel skipulagðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvern eru menn að blekkja? Flökkustrákar frá Alsír komast um borð í íslenska flugvél á alþjóðaflugvelli og öryggiseftirlitið segir að þeir hafi verið "vel skipulagðir".
Þori varla að nefna þann möguleika að viðkomandi hefðu verið hryðjuverkamenn - sem hafa svo sannarlega sýnt að séu "vel skipulagðir".
Það eina jákvæða við fréttina er að flugvélin var ekki notuð til farþegaflugs þann daginn!
Kolbrún Hilmars, 9.7.2012 kl. 17:10
Vel skipulagðir? Þegar ég var á þeirra aldri (18-35, þó þeir segist vera yngri) átti ég ekki í minnstu vandræðum með að klifra yfir grindverk...
Ólafur (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 17:20
Fréttin í þessu tilviki er í raun að... "Isavia segir öryggiseftirlitið í lagi þó að tveir flóttamenn hafi komist um borð í flugvélina".
Þarna er blaðamaður í raun með tvær þónokkuð stórar fréttir ( i gúrkutíð) en kýs að skrifa einungis eina frétt. Eða sér ekki punktinn sem þú bendi á Ómar.
P.Valdimar Guðjónsson, 9.7.2012 kl. 17:24
Það þarf að senda þetta ágæta öryggiseftirlit á námskeið í rafmagnsgirðingagerð, t.d. á Hvanneyri, og kenna þeim svo pínu í rafvirkjun.....
En í alvöru, sjálft eftirlitið var kannski í lagi gagnvart einhverju skipuriti, en dæmið er bara stærra en einhver þröng skilgreining á hvað sé eftirlit og hvað ekki, - og það er bara aulaskapur ef ekki er verið að því núna að kítta í þennan möguleika. Má þá ekki bara sleppa þessu eftirliti?
Eiga þessar girðingar ekki annars að vera nokk mannheldar?
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 17:52
Þetta er ekki nógu gott. Þeir klifra yfir girðingu, Ok, mín vegna, en síðan komast þeir inn í vélina. Hún virðist hafa verið opin. Þeir hefðu getað komið fyrir tímasprengju!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 17:57
Eiginlega er ég ekki hissa lengur á því fólki sem á að sjá um velferð okkar í landinu OKKAR. Verður snarlega kippt í lag bráðlega. Held ég.
Eyjólfur Jónsson, 9.7.2012 kl. 18:03
Ferþegar eru látnir ganga í gegnum hreinsunareld, áður en þeir fá að fara um borð í vélarnar, en hver sem er getur klifrað yfir girðingu flugvallarins, jafnvel með sprengju. Væri ekki rétt að yfirmaður Isavia segði af sér í kjölfarið?
Stefan (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 18:14
Allar götur síðan 1987 þegar flugstöðin var opnuð hefur verið hægt að klifra yfir girðinguna og brunað beint upp í stigann sem er fastur við landgöngubrýr á vellinum en þessar dyr eiga ávallt að vera læstar og þurfa skal renna aðgangspassa í rauf við hliðina á hurðinni til að komast inn í landgögnubrúnna, þetta hefur tíðgast erlendis á alþjóðaflugvöllum til margra ára.
Þarna stendur að "verklagi öryggisstarfsmanna Isavia á þeim tíma er viðkomandi atvik átti sér stað kemur ekkert athugavert í ljós við störf þeirra" þetta er einfaldlega rétt en það sem málið er að þessir menn gætu aldrei komist inn í vélina hefðu þessar dyr verið læstar en var stigabíll við vélina og þeir hafa farið þar upp?....það kemur hvergi fram í fréttinni en til fyrirbyggja að svona lagað endurtaki sig að þá þarf að koma upp hurðum á landgöngubrýr sem hægt er að læsa og að stigabílar séu ekki við vélarnar yfir næturnar.
Friðrik Friðriksson, 9.7.2012 kl. 19:00
Afhverju er ekki tekið viðtal við Ragnar Aðalsteinsson? Því þá fáum við væntanlega að heyra að þessir tveir heiðursmenn voru að þrífa salernið í sjálfboðavinnu!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 9.7.2012 kl. 19:53
Það sem vekur þó mesta furðu við þetta athæfi "hælisleitendanna" er að þeim er svo bara sleppt eftir skýrslutöku. Að þetta mun engin áhrif hafa á umsókn þeirra inn í landið, sem þeir eru þó svo ákafir að yfirgefa!!
Hvers vegna var ekki rýmt til í næstu vél úr landi fyrir þessa menn og þeim bannað að láta sjá sig á íslenskri grund um aldur og ævi?!!
Nei þeim var bara sleppt, svo þeir gætu haldið áfram þeirri iðju að brjóta hér lög og jafnframt tilkynnt að þeir geti fastlega búist við að verða kyrrsettir í landinu sem nýjir ríkisborgarar, landinu sem þeir svífast einskis við að reyna að komast burtu frá!!
Fáráðnleikinn virðist engin takmörk hafa!!
Gunnar Heiðarsson, 9.7.2012 kl. 20:32
Þetta öryggiseftirlitt er fávitalegasti og dýrasti farsi sögunnar. Það ætti að leggja niður í núverandi mynd og senda þetta lið heim, sem hemtar að fólk standi í röð, helli niður vökva, klæði sig úr hinu og þessu, og svo framvegis. Það sýnir sig að þetta eftirlit er vita gangslaust og fullkomin sóun á tíma og peningum.
Vonandi verður þessu hætt sem fyrist og peningarnir notaðit til að hjálpa fátækum börnum.
Hörður Þórðarson, 9.7.2012 kl. 21:11
Hvað skyldi hafa valdið því að þessir menn voru ekki settir umsvifalaust aftur um borð í skipið sem þeir komu með, heldur sendir til Reykjavíkur?
Eða er það ekki rétt að þeir hafi komið með skipi til Seiðisfjarðar? Hvað áttu þeir að gera til Reykjavíkur, annað enn að leika sér? En það var gott að þeir höfðu meiri á huga á að klifra um borð í flugvélar en síður að barna stelpur.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.7.2012 kl. 21:30
¨En það var gott að þeir höfðu meiri á huga á að klifra um borð í flugvélar en síður að barna stelpur¨.Ég ætla að vona að feministarnir sjái ekki þetta komment frá þér Hrólfur
casado (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 21:53
Það á nú eftir að koma í ljós eftir 9 mánuði Hrólfur góður, hvort Arabarnir hafi ekki klifrað upp á stelpur áður en þeir klifruðu um borð í Boeing 757.
Ekki væri nú vanþörf á verulegum kynbótum hjá Suðurnesjamönnum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 22:26
Ekki vantar rasista- og fábjánaskrifin hér, frekar en vanalega!
Þorsteinn Briem, 9.7.2012 kl. 22:26
233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 9.7.2012 kl. 22:38
Reynið sjálfir að fara eftir íslenskum lögum!
Þorsteinn Briem, 9.7.2012 kl. 22:51
Steini, hvað heldur þú að gert yrði við íslenskann ríkisborgara sem smiglaði sér um borð í flugvél? Tala nú ekki um ef það yrði gert í einhverju öðru landi!
Gunnar Heiðarsson, 9.7.2012 kl. 23:40
Það broslegasta í fréttinni, sem er tekin beint upp úr fréttatilkynningu Isavia, er náttúrulega sú fullyrðing að öryggiskerfið hafi virkað þar sem að áhöfn Icelandair hafi fylgt forskrifuðum verklagsreglum í hvívetna og fundið mennina áður en vélin fór í loftið. Bíðum nú við! Starfsfólk Icelandair er ekki hluti af flugverndarskipulagi (öryggiskerfi) Isavia, og hefur ekki á degi hverjum aðgang að þeim starfsreglum sem þar eru í gildi. Áhöfn Icelandair fylgir starfsreglum Icelandair um öryggi, (sem reyndar í þessu tilfelli kallast flugvernd en ekki öryggi) og Isavia hefur ekkert um það að segja eða gera.
Það var því flugverndarverklag Icelandair sem stóðst prófið en Isavia féll hins vegar á prófinu. Fáfræði fréttamanns veldur því að fréttin er ekki gagnrýnni en hún er. Hún er einfaldlega afrit af fréttatilkynningu Isavia.
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.7.2012 kl. 23:41
Leiðrétting: ...en verklag Isavia féll hins vegar á prófinu.....átti þetta að vera.
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.7.2012 kl. 23:43
"Þegar gyðingaofsóknir nasista hófust í Þýskalandi flúðu þúsundir gyðinga úr landi.
Nokkur hópur reyndi að fá hæli hér á landi á þessum árum, þeirra á meðal voru systkinin Olga Rottberger og Hans Mann.
Olga kom til Íslands í desember 1935 og Hans ári síðar.
En vorið 1938 var Olgu, eiginmanni og tveimur börnum þeirra vísað úr landi."
Þorsteinn Briem, 9.7.2012 kl. 23:46
Má maður þá segja:
"Einhverjir helv. jólasveinar náðu því að fara yfir ómannhelda mann-helda-öryggisirðingu og komast um borð í farþegaþotu og læsa sig þar inni. Óskum því þeim hins alls versta".
Kannast enginn við reglulegar staðreyndir þar sem menn sem reyna að smygla sér milli landa læðast upp í nefhjólsbúnaðinn, og hitta svo himnaföðurinn eftir að hafa sofnað af súrefnisskorti og í svefninum bítur svo - 50 á Celsíus í, og þeir detta steindauðir og hálfgaddaðir (fer eftir fluglengd) á brautina þegar nefhjólið fer niður, ellegar á eftir?
En þarna komust þeir um borð. Eru allir steinsofandi á svæðinu? Yfir girðingu og um borð, þetta er reyndar sitt hvað.
Svæðið er stórt, og svona-svona girt, en betur mætti. Það er minna mál að vakta vélina en svæðið. Þekki þetta aðeins síðan að ég var í flutningum með Cargolux um árið.
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 23:47
Einhversstaðar í veröldinni (sennilega víðast hvar) væri yfirmaður öryggismála á alþjóðaflugvelli rekinn fyrir svona atvik. Þetta sýnir að það hefur verið auðvelt að læðast að flugvélum og koma fyrir sprengju og læðast svo í burtu aftur.
Það er lítið gagn í eftirlitsmyndavélum ef myndefnið er skoðað eftirá.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.7.2012 kl. 23:54
"Umsóknir um hæli eru hlutfallslega færri á Íslandi en í nágrannalöndunum.
Ísland hefur þá sérstöðu að hingað er ekki hægt að komast frá flestum þeirra landa þar sem fólk þarf að búa við styrjaldir og ofsóknir, nema að fara í gegnum annað land á Schengen-svæðinu.
Þetta leiðir til þess að yfirvöld á Íslandi geta endursent hluta af því fólki sem sækir um hæli til þess Schengen-lands sem það kom frá, eins og heimilt er samkvæmt Dyflinarreglugerðinni.
Íslensk stjórnvöld verða þó að ganga úr skugga um að hælisleitendur fái umsókn sína til meðferðar svo þeir eigi ekki á hættu að vera sendir til heimaríkis þar sem þeir verða fyrir ofsóknum.
Stjórnvöld á Íslandi eru bundin af flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem banna brottvísun til heimalands eða annars ríkis þar sem lífi eða mannhelgi einstaklinga er stofnað í hættu eða fólk á á hættu að verða fyrir ofsóknum."
Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 00:02
'uff á ýmsum bloggum birtist þessi ESB-Steini Briem.Hann er þreytandi.
Númi (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 00:38
"Ísland samþykkti Dyflinnarreglugerðina með tilkynningu til ráðs Evrópusambandsins þann 6. maí 2003, sbr. auglýsingu nr. 14/2003 sem birt var í C-deild Stjórnartíðinda."
Davíð Oddsson var þá forsætisráðherra.
Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 00:49
Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum 19. desember 1996, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.
Og aðildin tók gildi á öllum Norðurlöndunum 25. mars 2001.
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 01:14
Ég þekki nú orðið rasista- og skítapakkið í athugasemdakerfinu hér, sem heldur því fram að fólk sé "geðsjúklingar" þegar það leggur hér staðreyndir á borðið.
Það hefði sjálfsagt ekki verið lengi að afgreiða gyðingana á sínum tíma.
Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 01:31
Fetaðu varlega með svona kjafthátt mr. Briem. Reyndu svo að átta þig á því að þú ert kominn langt út fyrir það sem málið snýst um. Nú skal ég koma svolitlu á sporið.
- Höfuðatriðið er að öryggisatriðin brugðust, bæði með aðgengi á svæðið og inn í vélina.
- Þetta hafa ekki verið algerir snillingar, þeir voru jú gómaðir um borð, og litlar sem engar líkur á öðru, - þekki menn á annað borð hvað á sér stað í farþegavélum á meðan "turn-around" stendur og fyrir "boarding"
- Það að menn komist að flugvélum á alþjóðaflugvöllum er ekkert einsdæmi, sbr athugasemd mína að ofan.
- Það að þeir komust inn á svæðið er öryggisbrestur sem hægt er að bregðast við en:
- Það að þeir komust INN Í VÉL er öllu alvarlegra.
Og það sem Gunnar sagði:
"Einhversstaðar í veröldinni (sennilega víðast hvar) væri yfirmaður öryggismála á alþjóðaflugvelli rekinn fyrir svona atvik."
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 08:07
Steini Briem virðist fara fyrir brjóstið á mörgum. Þeim virðist vera ílla við staðreyndir og þekkingu, óþarfa ballast sem berist að forðast. Bulla svo bara um hlutina.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 09:49
Edit: ........beri að forðast.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 09:56
Jón Logi,
Ég var að benda á rasisma í skrifum sumra manna í athugasemdum hér og mér er það rétt og skylt.
Það var engan veginn ég sem hóf þá umræðu.
En þú kallar það "kjafthátt" af minni hálfu og það lýsir vel þínum innri manni.
Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 09:57
..að þar hafi kerfið virkað”, sagði Ögmundur ráðherra í hádegisfréttum. Var það ekki áhöfnin sem fann mennina um borð í vélinni? Var það hluti af kerfinu? Þvílík logik! Mennirnir höfðu nógan tíma til koma fyrir sprengju eða skemma vélina. Ömmi virðist mér vera “Musterbeispiel” fyrir vanhæfan embættismann.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 12:40
Sammála ÓR í einu og öllu, (ekki alltaf sem það gerist) en ein athugasemd. Stöðuheitið yfirvarðstjóri hefur aldrei verið til innan lögreglu. Til er yfirlögregluþjónn og aðalvarðstjóri og hjá tollinum er til yfirtollvörður en yfirvarðstjóri er ekki til. En skemmtileg saga engu að síður.
Runzac (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 12:46
Eitt er að kunna að blogga og kvóta
Enn meira er að þusa og blóta
Innri menn fara þá að skjóta
Steina milli fóta.
(syngist með laglínunni "what can you do with a drunken sailor" sem þekkt er á Íslandi sem "lok lok og læs og allt í stáli" sungið af Ómari)
JOKE MODE OFF
Hvar er rasisminn hér að ofan? Mér sýnist reyndar að það vanti eitthvað sem var hér í gær, þar sem minnst var á þeldökka menn. Það skildi ég á þann hátt að þeir stinga oft í stúf innan um okkur bleiknefjana þannig að maður tekur eftir þeim öllu heldur.
Ég gerði mig af fífli nýverið þegar ég taldi hóp af ferðamönnum sem ég þurfti að eiga erindi við vera af erlendum uppruna, og talaði strax við þá að ensku, en þeir voru þá hópur af innfluttum og töluðu fullkomna íslensku, og roðnaði ég upp í hársrætur af skömm og baðst afsökunar.
Punkturinn er sá, að ef verið er að fylgjast með svæðinu á annað borð, þá tekur maður frekar eftir því sem öðruvísi er, og svo eru vk. "arabar" eða hvaðsvosem ekki beinlínis búnir að auglýsa sig sem vini flugöryggis.......
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 12:47
Jón Logi,
Ef þú sérð engan rasisma hér að ofan ertu að sjálfsögðu hálfviti og það er ekki í mínu valdi að laga það ástand.
Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 13:16
Logi hér í typpið togar,
týndi viti en ástin logar,
kúa elskar ratinn rassa,
raufar þeirra smell þær passa.
Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 13:45
Flugleiðavélin er farin frá oss
full af útlenskum dónum.
Þeir læddust um borð og pissuðu í kross
og þurft'ekki að fara úr skónum.
Júlíus Valsson, 10.7.2012 kl. 14:59
Blautan gaf hann kúnum koss,
Kristur Jesús sé með oss,
eins og sunnlenskt hlær hann hross,
hann er þungur þeirra kross.
Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 15:16
Mikið ósköp hef ég stigið á skottið á þér Steini. Eða togað í ###### á þér, því vísan smellpassar á sjálfan þig.
Það er dæmi um hálfvitaskap að hlaupa með svona dónaskap í fýluskap-i á bloggi, - en lengi getur vont versnað skuli maður vera kvart-viti.
Komdu nú með rasisma ofangreindan innan gæsalappa, og mundu nú vísuna hverja Helgi Hálfdánar botnaði eitt sinni hvar hann sat með vini sínum og horfði á hispursmey spranga um:
Fyrripartur:
Við skulum ekki hafa hátt
Hér er gæs að vappa
og botninn:
Margur hefur allt sitt átt
innan gæsalappa.
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 15:27
Vinur Helga mun hafa verið Egill Jónasson frá Húsavík.
Helgi Hálfdanarson var í hópi merkustu Íslendinga síðustu aldar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 15:56
Jón Logi,
Reyndu að tjúnna þína greindarvísitölu upp úr skóstærð og haltu þínum hana á þínum fjóshaug.
Ég á nú þegar kærustur og hef engan áhuga á að skrifast á við þig út í það óendanlega.
Haltu þig við kýrnar.
Þær eru þinn jafnoki á andlega sviðinu.
Um önnur svið fjölyrði ég ekki.
Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 16:11
Ómari hefur tekist að "láta orðið ganga" eins og gamli leikurinn gekk út á forðum. Upphafið er jafnfrábrugðið endinum og vant var í þá daga.
Upp var lagt með öryggismál í flugi en umræðan endar neðan beltis :)
Kolbrún Hilmars, 10.7.2012 kl. 16:11
Takk fyrir þetta Haukur. Gat ómögulega munað þetta alveg, enda 30 ár + síðan ég heyrði þetta. Mig minnir að þeir hafi verið komnir á einhvern aldur og verið sitjandi við fjöru eða flæðarmál, - hugsanlega í Nauthólsvík.
Sá sem sagði mér þetta gæti hafa verið Björn Pálsson nokkur úr Bárðardal, þáverandi kennari minn, og svo seinna skjalavörður hjá Árnesingum. Takist með fyrirvara ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 16:13
Íslenskur rasistaflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, er sem betur fer dauður úr öllum æðum.
Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 16:24
Ahh, og Steini....kýrnar eru klárari en margur heldur, enda margt skrítið í kýrhausnum. Stoltara er að vera jafnoki þeirra heldur en hálfdrættingur.
Orðaforði hænsna er reyndar í grunninn innan við 10, en ályktunargáfan er meiri en þig grunar. Veðja reyndar á að þú kunnir með hvorugt að fara og vitir um þessi kikvendi hið allra minnsta, sem gæti komið þér í háska ef þú ruglaðist á kú og nauti, og svo yrðir fyrir árás vígahana, - en þetta á það til að henda fólk sem þjáist af fyrirlitningu og hroka í garð þeirra sem stunda búfjárrækt og þar með matvælaframleiðslu. Enda hljóta slíkir að hafa greindarvísitölu í sama hlutfalli og skóstærð, - en skal maður mæla í centímetrum, tommum, númerum eða millimetrum.
Æji, ég notaði víst meira en tíu orða forða. Og er of heimskur til að sjá þína umbeðnu rasísku tilvitnun....en rakst þó á þessa:
" 233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum"
Vantar ekki bara viðbót á þetta? En já, - ef að það væri bannað í rökræðu, þá væri nú bara ekkert gaman að þessu.
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 16:25
Jón Logi,
Þér er að sjálfsögðu velkomið að fara með þessar vísur alla leið upp í Hæstarétt.
Og Mannréttindadómstól Evrópu.
Leiddu endilega kýrnar fyrir réttinn.
En hræddur er ég um að þú tapir málinu.
Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 16:35
Ekki held ég að þær myndu skilja neitt í því réttarfari frekar en ég, en skelfilegt er að ég er ekki eini kúabóndinn sem hér hefur bloggað. IQ-ið ætti þar með að vera nógu lágt til að frysta vel yfir helvíti.
Hins vegar vantar umbeðna tilvísun enn, og væri hún betur þegin en vanþroskað skítkast. hummm...hvernig hvað nú sláni aftur....reyni að horfa á kýrnar, - þá man ég allt....
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 17:26
Taktu nú endilega lyfin þín, Steini og slappaðu af...
Hörður Þórðarson, 10.7.2012 kl. 19:50
Er ekki allt í lagi heima hjá þér?
Gleymdir þú að taka lyfin þín?
Heimskulegustu frasar sem ég les.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 21:33
Svo að þráður þessi endi nú kannski a tilætlaðri upprunabraut, þá langar mig nú að koma með smá innslag.
Það hefur verið mikið í gangi hjá flugmálayfirvöldum varðandi einkaflug, - sum sé að atast í flugmönnum út af þeirra útbúnaði v. flugreglna erlendra og nýsamþykktra. Þetta ku tengjast öryggisatriðum, en virkar afturábak. Áhrifin eru þau að einkaflug dróst saman, og einkaflug við mismunandi skilyrði (landslag, hæð, birta, sólfar vindur o.s.frv.) er það sem byggir upp góðan atvinnuflugmann, - því fleiri tímar við mismunandi aðstæður, því betra.
Nær væri nú fyrir starfsmenn skrifborða þeirra sem koma að flugöryggi að eyða vinnustundum sínum heldur í að koma í veg fyrir að einhverjir labbakútar geti bara si-svona tékkað sig inn í farþegaþotur.
Eftirlit er betra í kringum sum sumarhús heldur en þotu. Þetta er ekki í lagi.
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 09:19
Vegna síðustu ummæla vil ég benda á að að flugöryggi (flight safety) og flugvernd (aviation security) er ekki sömu hugtökin. Það sem gerðist á Keflavíkurflugvelli var brotalöm á flugvernd (aviation security), ekki flugöryggi per se.
Erlingur Alfreð Jónsson, 11.7.2012 kl. 13:14
Eru það ekki sömu yfirvöldin sem yfir eru, og er ekki endaniðurstaðan hvort maður sé öruggur í flugi eður ei?
pinprick ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 14:20
Hér áður fyrr settu stúdentar gjarnan upp stúdentshúfuna við hátíðleg tækifæri. Þótti flott, eftir var tekið, enda fóru þá fáir í Menntaskóla, of fáir. Nú fara hinsvegar of margir.
Íslendingar sem fóru til Þýskalands í nám áttu það til að skarta húfunni, stoltir mjög, en aðeins einu sinni. Á járnbrautarstöðvum fengu þeir engan frið fyrir fólki, sem vildi fá þá til að bera fyrir sig farangur. En þá var til stétt mann, sem stundaði þá iðju; Gepäckträger.”
Nú eru þeir horfnir, enda komin hjól undir töskur “und alles.”
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 14:52
@Jón Logi: Jú það er alveg rétt að sömu yfirvöld, þ.e. Flugmálastjórn, hafa endanlegt eftirlit með þessum atriðum. Og lokamarkmiðið er vissulega það sama. Ég er ekki að hártoga það sem þú réttilega bendir á í þínum ummælum, heldur langar bara að benda á þennan mun á hugtökum, því almenningur þekkir hann yfirleitt ekki, (og blaðamenn reyndar líka) heldur er bara rætt um flugöryggi í báðum tilvikum þegar þessi atriði eru rædd í daglegu tali. Skiptir svo sem ekki höfuðmáli.
Lýk mínu innslagi í umræðuna með tilvísun í heimasíðu Isavia fyrir fróðleiksfúsa:
Eitt af hlutverkum Isavia er að tryggja að flugöryggi sé í samræmi við viðurkenndar alþjóðlegar öryggiskröfur og aðferðir.
........
Stefnumið
Isavia vill tryggja að flugöryggi sé í samræmi við viðurkenndar öryggiskröfur og aðferðir, að flugvernd sé fullnægjandi og að starfsemi félagsins njóti viðurkenningar á innlendum sem alþjóðlegum vettvangi. ......
Happy flying!
Erlingur Alfreð Jónsson, 11.7.2012 kl. 15:04
Gagnlegar upplýsingar, Ekki hafði ég hugmynd um þetta. En hugtakamunur er léttvægur m.v. öryggið í heild sinni.
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.