Fleiri tilfelli en hjá Björk og Erlu.

Víða má sjá viðleitni til þess að koma í veg fyrir nauðsynlega umfjöllun um það sem miður fer í þjóðlífinu og eru mál blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur síður en svo hin einu af sínu tagi.

Má til dæmis nefna það þegar höfðað var mál gegn fréttamanni fyrir það að segja að stórar fjárhæðir hjá Pálma Haraldssyni í Fons hefðu "gufað upp" og var þess krafist að fréttamaðurinn borgaði milljónir í sekt vegna þessara ummæla.

Það mátti telja undarlegt, því að í mynd Helga Felixsonar "Guð blessi Ísland" sagði Björgólfur Thor Björgólfsson þegar hann var spurður hvað hefði orðið af öllum þeim milljarðatugum, sem fóru forgörðum í Hruninu, að peningarnir hefður bara "horfið".

Samkvæmt þessu virtist kærandinn í máli blaðamannsins gefa sér það að aðeins þeir sem í hlut ættu í svona málum mættu ráða því hvaða orðalag væri notað.

Lög um bankaleynd virðast vera svo gagnheilög að þjóðin fái aldrei að vita hvað fór í milli þeim Davíð Oddssyni, þáverandi Seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í símtali í októberbyrjun 2008 þar sem þeir voru að ráðskast með hundruð milljarða króna og aðgerðir ríkis og Seðlabanka sem fólu í sér stórfellda hagsmuni almennings.

Í gær fékk ég upplýsingar um það að ákveðin réttarviðhorf hér á landi lifa enn góðu lífi þótt þau hafi verið aflögð í öðrum löndum varðandi tjón af völdum ástands vega og vegamerkinga.

Það verður efni í pistil síðar.   


mbl.is Verða að geta birt orðrétt ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

73. gr. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
"

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 12:05

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eins og menn segja í Bandaríkjunum:  Aðeins einn maður hefur verið dæmdur þar vegna hrunsins, Bernie Maddoc.  Hann stal frá 1%-inu.

Elítan ver sjálfan sig fyrir hinum en er jafnframt skjót að refsa þegar einn innan klíkunnar brýtur af sér.

Vandinn við íslenska dómstóla er hve oft dómarar virðast hreinlega ekki nenna að vanda sig.  Gripið er í fyrsta hálmstráið til að losna auðveldlega frá málum.  Dæmi um það eru hinir óteljandi gengislánadómar, sem krefjast þess sífellt að fara þarf í fleiri mál.  Ákvæði sem hafa lagagildi hér á landi eru hunsuð, sbr. Mannréttindasáttmála Evrópu í máli blaðamannanna.  Verst er þó hve oft rökstuðningur dómstóla er lélegur eða veikur, eins og rökhyggja sé ekki kennd í laganámi.  Loks er það hve oft dómstólar brjóta á rétti þeirra sem til þeirra leita.  Hér er dæmi um að Mannréttindasáttmáli Evrópu er hunsaður, en oftast er það neytendarétturinn sem ekki virðist finnast á ratar dómstólanna.

Marinó G. Njálsson, 10.7.2012 kl. 16:03

3 identicon

Einn lögmaður stendur uppúr í þessum málaflokki. Meiðyrði/mál gegn blaðamönnum. Sá lögmaður virðist hafa fundið einhverja glufu í kerfinu þarna 2009 þegar dómafordæmi var sett. Hann hefur sótt hvert málið á fætur öðru gegn blaðamönnum undanfarin ár. Þegar búið var að taka fyrir það , var snúið sér að bloggurum og kommenturum á dv.is og fleiri síðum. Með "góðum" árangri.

Allt í lagi að hafa það í huga hvaða lögmenn börðust hér mest gegn málfrelsinu og tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ekki aðeins innan dómsala heldur með því að skrifa greinar í fjölmiðla.

Þór (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 16:32

4 identicon

Íslendingar virðast ekki taka sönsum, fyrr en þeim er gefið á kjaftinn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 18:33

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Öll mannréttinda- og neytendavernd hefur komið frá Evrópu; óumbeðin og í óþökk íslenskra yfirvalda; allt frá mannvirðingarákvæðum í stjórnarskránni frá 1874 og að þessum nýjustu mannréttindadómum."

Þorsteinn Briem, 10.7.2012 kl. 20:07

6 identicon

En er ekki undarlegt í dómsorðunum að það þurfi sérstaklega að taka fram að starfsmenn sumra atvinnugreina þurfi að þola vægðarlausari fjölmiðlaumfjöllun en aðrir?

Eiga ekki allir að njóta sömu mannréttinda hvort sem þeir eru hælisleitendur eða fjárglæframenn (bankastjórar)?

Grímur (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband