17.7.2012 | 13:18
"Af náttúrulegum orsökum."
Þrjú orð í mati fiskifræðinga á ástæðum þess að ýsustofninn stefnir í að verða í sögulegu lágmarki segja mikið um það, hve vísindi þeirra eru erfið viðfangs. Þessi orð eru: "...af náttúrulegum orsökum."
Með þeim er einfaldlega játað að oft á tíðum geta vísindin með engu móti útskýrt ákveðin fyrirbrigði í náttúrunni.
Þau varpa líka ljósi á það hvers vegna svo erfitt er að útskýra margt sem tengist þessum fræðum, svo sem það að það skuli virkilega vera haldið fram með rökum tveimur gerólíkum kenningum um það hvernig best sé að umgangast fiskistofnana.
Annars vegar kenningin sem Kristján heitinn í Últíma boðaði um allt land fyrir næstum fjórum áratugum þess efnis að með því að takmarka veiði sem mest væri hægt að geyma fisk og safna honum fyrir í sjónum.
Hin kenningin er alger andstæða og hefur stundum verið kölluð "heiðatjarnakenningin".
Felst í því í grófum dráttum að gagnstætt kenningunni um að hægt sé að geyma fisk í sjó, eigi þvert á móti að auka veiðina til þess að hver fiskur eigi aðgang að meira æti. Ef fiskunum fjölgi of mikið, verði ætið minna á hvern þeirra, þeir horist og stofninn minnki. Því þurfi að grisja stofninn.
Ætla má, að vegna þess að stækkun eða minnkun fiskistofna er oft hulin ráðgáta fyrir menn, eins og nú er varðandi ýsustofninn, , að hvorug kenningin sé algild, heldur séu þessar sveiflur "af náttúrulegum orsökum" eins og sagt er um ýsustofninn.
Það vekur hins vegar spurninguna um það af hverju stækkun þorskstofnsins sé ekki líka "af náttúrulegum orsökum" að meira eða minna leyti í stað þess að um hann gildi allt annað en um ýsustofninn, sem sé að mönnum hafi tekist að geyma fisk í sjónum.
Það breytir ekki því að um öll heimshöfin má sjá slæmar afleiðingar af ofveiði og það ættu að verða víti til varnaðar og hvatning til þess að forðast að slíkt gerist líka hjá okkur.
Ýsustofninn gæti náð sögulegu lágmarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Athyglisvert og segir meira en mörg orð: Ýsustofninn minnkar og minnkar "af náttúrulegum otsökum" en þorskstofninn vex vegna árangsríkrar veiðistjórnunar með nýrri aflareglu. Báðum stofnum er þó stjórnað á sama hátt, með tölvulíkunun.
Meðan útlenski flotinn veiddi hér af fullu afli fram á áttunda áratuginn, voru orð eins og stofnhrun og ofveiði ekki til í málinu, það var einungis talað um góð eða léleg aflabrögð.
Jakob Jakobsson sagði að þegar þeir fóru að reikna út veiðiþol þorskstofnsins um 1970 hefðu þeir séð að ekki gengi lengur að hafa svona mikla sókn. Svörtu skýrslurnar komu ein af annarri en ekkert gerðist þó menn eins og Lúðvík Jósefsson hlustuðu ekki á ráðgjöfina og létu veiða að vild. - Svo héldu þeir áfram að reikna og tuða þangað til hræddir menn fóru að fara að ráðum þeirra fyrst Halldór og svo Þorsteinn. Og sjá, þegar dregið var úr sókn minnkaði aflinn og með frekari reikningum hélt hann áfram að minnka... Hef ég þessa sögu ekki lengri.
Jón Kristjánsson, 17.7.2012 kl. 19:48
Hér eru þessar tvær kenningar Ómar - í grófum dráttum
Kristinn Pétursson, 18.7.2012 kl. 00:24
"Veiðar íslenskra skipa á norsk-íslensku síldinni námu 160.000 tonnum árið 2006. Aflamarkið fyrir 2007 er nálægt 186.000 tonnum.
Margar þjóðir veiða úr stofninum í samræmi við samning milli Noregs, Rússlands, Færeyja, Evrópusambandsins og Íslands.
Mest er veitt á alþjóðlegu hafsvæði en einnig innan færeysku lögsögunnar og í efnahagslögsögunni umhverfis Jan Mayen."
"Lexía fyrir framtíðina.
Hrun síldarstofnanna upp úr miðjum 7. áratugnum hafði mjög slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf en skýr merki ofveiði og óhagstæð umhverfisskilyrði réðu mestu um að svo fór sem fór.
Á hinn bóginn hafa markvissar aðgerðir við uppbyggingu stofnsins orðið að fyrirmynd fiskveiðistjórnar í seinni tíð."
Ábyrgð í málefnum sjávarútvegs - Sjávarútvegsráðuneytið
Þorsteinn Briem, 20.7.2012 kl. 12:07
Uppfært í júlí 2007, þegar Einar K. Guðfinnsson var sjávarútvegsráðherra:
Ábyrgð í málefnum sjávarútvegs - Sjávarútvegsráðuneytið
Þorsteinn Briem, 20.7.2012 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.