18.7.2012 | 22:49
Tyggjóklessur ógna flugöryggi.
Skömmu eftir að árásin var gerð á Tvíburaturnana í New Yourk varð ég vitni að því að allt fór á annan endann í bandarískri flugstöð af því að kona ein hafði óvart stigið á tyggjóklessu á leiðinni inn, sem festist neðan á skóinn.
Skórnir voru teknir af konunni og hún sett afsíðis í nákvæma sérskoðun.
Þetta þótti mér með afbrigðum fáránlegt á sínum tíma og ég hélt að þessu myndi linna þar vestra, sem það og gerði.
En nú hefur það gosið upp í Leifsstöð ellefu árum síðar og teljast skór nú ógna flugöryggi þar hvort sem tyggjóklessur eru undir þeim eða ekki.
Óþarfa eftirlit í Leifsstöð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi skóleit hefur verið við lýði í leifstöð síðastliðin 5 til 6 ár ef ekki lengur . Annars er mismunandi hvar fer fram skóleit , en það er yfirleitt skóleit sértu að fara til íslands frá bandaríkjunum og þar til í fyrra þá var leitað aftur í skóm hjá fólki sem kom frá bandaríkjunum við komu til íslands .
Ég hef farið í innanlandsflug frá boston og new york (lagardia) og það var ekkert leitað í boston - en í new york þá sáu þeir að vegabréfin litu öðruvísi út þannig að við fengum sérmeðferð þar sem skór voru myndaðir , þuklað og skoðað í handfarangur . þær eru heldur ekki fallegar sögurnar sem hægt er að lesa um framkomu starfsmanna TSA .
Valgarð (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 02:10
Skil ekki þessa umræðu.
Þetta er í flestum tilfellum komið undir skaplyndi þeirra öryggisvarða sem eru í hliðunum hverju sinni í flestum löndum, en hér á landi er þetta regla.
Þeir sem hefja ferð sína um heiminn héðan, verða bara að sætta sig við þetta. Með þessu er væntanlega meiningin, að héðan fari enginn með sprengju í skónum, ekki satt?
OK, látum það liggja á milli hluta.
Eitt versta land veraldar að koma til, eða fara frá í dag, eru Bandaríkin. Þangað er ekki hægt að fara nema með 48 klst. fyrirvara. Síðan þegar þangað er komið.:
Þar til þú hefur afsannað að þú sérst hryðjuverkamaður, kemstu hvorki lönd né strönd og skórnir eru ekki það eina sem þarf að fjúka. Nánast alger niðurlæging að fara þar í gegn á leið til annarra áfangastaða.( Hvað varð eiginlega um TRANSIT farþega í USA?)
Það er jú einu sinni þannig, að á fyrsta brottfararstað farþega, er leitað á honum og í hans farangri. Handfarangur skannaður, tölvur settar í bakka og annað það sem flestir þekkja, sem ferðast mikið. Það er því algerlega óþolandi að þurfa að endurtaka sama leik tvisvar til þrisvar á einni ferð.
Að fara úr skónum er bara ekkert mál!
Ekki meira mál en að setja tölvuna í sér bakka.
Það sem hægt er að væla......
Góðar stundir.
Halldór Egill Guðnason, 19.7.2012 kl. 03:26
Nú hefði maður haldið að tækjabúnaðurinn væri orðinn það góður að lítt þýddi að strippa.
Annars er ekkert mál að sleppa þessu bara, hoppa yfir girðingu og t´rkka sig inn sjálfur, hehehe.
Jón Logi (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 08:35
Flugleiðavélin er farin frá oss
full af útlenskum dónum.
Þeir pukrast um borð og pissa í kross
og passa að fara ekki úr skónum.
Júlíus Valsson, 19.7.2012 kl. 09:30
Á Kennedy flugvelli í New York eru stundum afar kuldalegt viðmót frá öryggis- og tollvörðum. Það liggur við að maður upplifi sig sem fanga. Sumir í vegabréfaskoðuninni eru mjög ókurteisir.
kristján (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 09:34
Ómar oft að hættum hló,
hann er fær í flestan sjó,
tíu sinnum tekinn þó,
tyggjó fannst á gúmmískó.
Þorsteinn Briem, 19.7.2012 kl. 09:44
Ég er ekki hissa á því að Jón Logi og Júlíus Valsson séu látnir fara úr skónum.
Í Bandaríkjunum er þeir álitnir útlendir hryðjuverkamenn.
Rétt eins og erlendir hælisleitendur hérlendis.
Þorsteinn Briem, 19.7.2012 kl. 09:52
28.6.2012:
"Í tvígang hefur orðið mikið uppistand í kringum utanferðir Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins].
Það hefur ekki farið hátt en honum er illa við að fara úr skónum í vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli."
"Svo að tvisvar hefur Sigmundur Davíð neitað að fara úr skónum.
Þá hefur hann óskað eftir því, ætti hann á annað borð að fara úr skónum, að vera skaffaðar sérstakar plasthlífar til að hafa á fótunum í gegnum gegnumlýsingarhliðið.
Þegar engar slíkar buðust tók hann plastbakka þá sem við hin, sem erum meginstraumsgungur, setjum persónulega málmmuni í, og straujaði á þeim í gegnum hliðið."
Þorsteinn Briem, 19.7.2012 kl. 10:11
Steini Briem:
"Ég er ekki hissa á því að Jón Logi og Júlíus Valsson séu látnir fara úr skónum.
Í Bandaríkjunum er þeir álitnir útlendir hryðjuverkamenn."
Getur þú náðarsamlegast útskýrt þetta bull þitt?
Jón Logi (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 13:39
Kanar fengu úr miklu að moða,
mórarassa vildu skoða,
fíflið Loga fyrirlitu,
fólið var með mikla skitu.
Þorsteinn Briem, 19.7.2012 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.