18.7.2012 | 22:37
Ljót tún á Suðurlandi. Sjö "mögur´" ár?
Á flugi mínu yfir Suðurland að undanförnu hefur það stungið í augun hve túnin koma gulgrá í ljós eftir að búið er að slá og hirða af þeim. Dæmi er glæsilegt og stórt tún við Lambhaga á Rangárvöllum þar sem jafnan er mikil spretta og firna góður heyfengur.
Í þetta skiptið er túnið nær allt eins og sviðin jörð.
Þekkt er það fyrirbrigði úr ævafornum sögum að stundum skiptist á sjö mögur ár og sjö feit, og er sagan af Jósep og bræðrum hans kannski þekktust á Vesturlöndum.
Nú er kannski erfitt að flokka hlýnandi veðurlag, stillur og batnandi gróðurfar á afréttum og hálendi undir magra tíð en engu að síður hefur þetta verið svona síðustu 5-7 ár eftir því hverjir leggja mat á það.
Kannski fylgja brátt eftir 5-7 ár sem votara veðurlagi en ólíklegt verður að teljast að loftslag á jörðinni taki upp á því að kólna ef marka má spár þeirra sem mest hafa skoðað áhrif manna á lofthjúpinn.
En aðrir munu væntanlega halda áfram að afneita því að mennirnir hafi haft hin minnstu áhrif á loftslagið á jörðinni sem birtist meðal annars í mun stórkostlegri bráðnun snævar og íss á Grænlandi og norðurslóðum en þó var spáð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.