20.7.2012 | 03:59
Hvað með Landeyjahöfn og skammbrautarvöll?
Smám saman er að komast reynsla á notkun Landeyjahafnar. Undanfarin hægviðrissumur hefur hún verið opin langtímum saman, einmitt þegar ferðamannastraumurinn er mestur og það komið sér best.
Síðan hafa haustlægðirnar með tilheyrandi vindi byrjað að hreyfa sjávaröldur og sand og höfnin lokast af annarri hvorri ástæðunni eða báðum þegar vetur hefur gengið í garð.
Er á meðan er, og þrátt fyrir erfiðleika og ranga stærð af ferju, sem senn verður leyst af hólmi með annarri og hentugri, hefur Landeyjahöfn reynst búbót fyrir ferðamennsku, bæði í Eyjum og í landi, undanfarin sumur.
En í ljósi hugleiðinga í bloggpistli hér á undan um það að hæpið geti verið að treysta á hvert undantekningarsumarið á fætur öðru á Íslandi, hlýtur tilvist og notkun Landeyjahafnar að vera hér eftir sem hingað til háð íslensku veðurfari, sem löngum hefur verið afar erfitt að treysta.
Þetta er verður bagalegra en ella vegna þess að yfirleitt lokast flugvöllurinn samtímis lokun hafnarinnar þegar vindar standa ofan af Sæfellinu.
Fyrr á árum velti ég fyrir mér hugmyndum um að hægt yrði að gera stutta flugbraut við Víkina sunnan við svonefnda Klauf á rananum sem liggur út í Stórhöfða.
Sú braut yrði niðri við sjó og myndi því síður lokast vegna þoku en flugvöllurinn, sem liggur mun hærra.
Þar að auki myndi hvass suðaustanvindur, sem lokar flugvellinum, standa ótruflaður og stöðugur beint á þessa braut og því hægt að búa til aðflugsgeisla fyrir aðflug úr norðvestri fyrir Twin Otter eða Dornier 228 flugvélar sem myndu nota brautina.
Hún þyrfti ekki að vera nema 500 metra löng, því að í svona vindi nægja aðeins nokkur hundruð metrar fyrir slíkar vélar, en verkfræðilega er hægt að gera jafnvel lengri braut þarna.
Allir fá skammt af vætu og vindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pourquoi-pas?
Því ekki?
Bæti því við að nú er ég búinn að heyja hjá mér "brautarkerfið". Á bara eftir að færa til rúllur. Þetta mun toppa Sauðárvelli......
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 06:26
Í Heimaey er gríðarstórt álver og því er sjálfsagt að leggja þennan flugvöll.
Þorsteinn Briem, 20.7.2012 kl. 13:37
En það eru engir peningar í ferðaþjónustunni.
Þetta er bara "fjallagrasatínsla"!
Þorsteinn Briem, 20.7.2012 kl. 13:40
Dugar ekki útgerðin?
Jón Logi (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.