Sjónarsviptir að vaxmyndasafninu.

Ég minnist þess frá bernskuárum þegar Þjóðminjasafnið var nýopnað, hvað mér fannst gaman að skoða vaxmyndirnar þar, þótt þær væru ekki margar.

Ýmislegt kom á óvart, til dæmis hæð sumra sem þar var að finna, en Hitler, Mussolini og Stalín voru öllu lægri en maður hafði ímyndað sér.

Ég tek ekki þau rök gild fyrir því að hafa safnið í felum, að safngestir skemmi stytturnar. Þær væri hægt að setja inn í högghelda gler- eða plastskápa, og það hlýtur að vera alveg eins hægt að hafa svona safn hér eins og í öðrum löndum án þess að stytturnar liggi frekar undir skemmdum hér heldur en þar.

Mér finnst að úr því að stytturnar voru gjöf til safnsins eigi ekki að lítilsvirða hana eins og gert hefur verið frá 1969 heldur þvert á móti að bæta við styttum af erlendu og innlendu merkisfólki.


mbl.is Frægðarmenni í kjallara í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvaða fólk er "merkisfólk"?

Ræstingafólk, smiðir og vörubílstjórar?

Fjöldamorðingjar eða fólk sem vann á planinu hjá síldarspekúlöntum?

Sjálfsagt að gera erlendum fjöldamorðingjum hátt undir höfði í Þjóðminjasafni Íslands.

Setjum upp vaxmynd af Anders Behring Breivik í anddyri safnsins.

Þorsteinn Briem, 22.7.2012 kl. 12:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sams konar forvitni sem dregur fólk að vaxmyndasöfnum og viðheldur stórum hluta heimspressunnar og færir þúsundum paparazzi ljósmyndurum vinnu.

Ómar Ragnarsson, 22.7.2012 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband