24.7.2012 | 21:57
Ótækt ástand í salernismálum landsins.
Algert stjórleysi og skortur á yfirsýn ríkir í salernismálum landsmanna. Menn láta sér nægja að núa saman höndum yfir vaxandi ferðamannastraumi og taka sem mest inn af peningum í formi gistingar og matseldar, en þegar kemur að "hinum endanum" á málinu, að þessar hundruð þúsunda þurfi að skila hinu innbyrta af sér, erum við með allt niður um okkur svo að gripið sé til viðeigandi orðalags.
Stóran hluta úr sólarhringnum er hvergi hægt að létta á sér á hundruðum kílómetra af hringveginum og þúsundum kílómetra vegakerfisins.
Afgreiðslu´- og umsjónarfólk á tjaldstæðum og öðrum þjónustustöðum verður að sjálfsögðu að fá sína næturhvíld eins og aðrir og þar með er í engin hús að venda hjá aðþrengdu ferðafólki, ef það er svo óheppið að þurfa að vera á ferðinni á óæskilegum tíma hvað þetta varðar.
Fyrir löngu er kominn tími til að rannsaka þetta ófremdarástand rækilega með yfirsýn yfir allar ferðamannaslóðir landsins og sjá til þess að fólk þurfi ekki að vera í neyð, til dæmis í misjöfnum veðrum, út af jafn einföldu atriði og að verða að sinna kalli náttúrunnar.
Eru aðstöðugjöld á salernum málið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allir fá að éta og skíta,
ókeypis á Hörpu líta,
aularnir í hana hnýta,
hálfvitana skulum grýta.
Þorsteinn Briem, 24.7.2012 kl. 22:31
Ég er ekki að skija þetta væl í sjoppueigendum. Kannski er ég svona fávís að ég gerði alltaf ráð fyrir að kostnaður að reka salerni fyrir viðskiptavini væri inni kostaði vöru hvort sem þeir notuðu salerni eða ekki. Allavega myndi ég gera ráð fyrir því, nema ef ég þyrfti að sanna fyrir skattayfirvöldum að ég hefði þörf fyrir að hafa salerni fyririr viðskiptavini þá myndi ég hafa sérstakt gjald fyrir þessar elskur sem þurfa að sinna móður náttúru.
Guðrún Ó haraldsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 00:33
Borgfirskur karlmaður, sem mígur út fyrir, getur skapað jafn mikla vinnu Baulverja við þrif á salernum og hundrað þúsund erlendir ferðamenn.
Í Hörpu geta menn skitið eins og þá lystir án þess að greiða sérstaklega fyrir það.
Og þar er aldrei migið út fyrir.
Þar ríkir fegurðin ein.
Þorsteinn Briem, 25.7.2012 kl. 02:14
Ég tók eftir því í London að oft þurfti maður að borga 30 pence til þess að nota salernisaðstöður.
Flestir Íslendingar ganga samt ekki með klink á sér svo það þyrfti að vera hægt að greiða með kortum hér á landi.
Ég myndi glaður borga t.d. 50 kr ef það myndi bæta og fjölga salernisaðstæðum hér á landi. Sérstaklega í miðbænum. Það er fáránlegt að sekta menn fyrir að pissa úti þegar það er ekki nóg af salernisaðstöðum fyrir alla. Maður á líka ekki að þurfa að fara inn á skemmtistaði til þess að komast að þeim.
Margar Evrópuþjóðir hafa líka þvagskálar utandyra það mætti taka upp á því hér á landi líka. Þó að það sé kynjamisrétti :P
Hallgeir Ellýjarson, 25.7.2012 kl. 06:40
Þetta er eins víða í Evrópu og sérstaklega í Þýskalandi. Ekki hægt að spræna eða skeina án gjalds.
En....þar sem einhver áning er á Íslandi við hringveginn, þar er nú bara næstum 100% öruggt að afplána hið framangreinda án gjalds.
Kvitta undir þetta sem tjaldvörður og með gistirými, - samtals 8 dollur.
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 10:48
Það eiga að vera almennileg salerni á áningastöðum hvar sem á landinu. Við eigum að taka okkur til fyrirmyndar bandaríkjamenn og sérstaklega þjóðgarðanna. Í Mt. Kinley þjóðgarðinum voru 8 stór steypt salerni hús í stíl við umhverfið á rútu stopp plani fyrir 48 manns. Þetta plan var álíka stórt og Gullfoss svæðið með pláss fyrir 10 rútur eða svo. Þjóðgarðs Gjald var rukkað inn á svæðið. Það er sama fyrirkomulag í öllum þjóðgörðum.
Valdimar Samúelsson, 25.7.2012 kl. 15:01
Ómar þetta er auðvitað alþekkt vandamál sjoppueigenda um land allt í áratugi. Ég var með smá umfjöllun um þettá í Skessuhorni, sem kom út í dag.: http://skessuhorn.is/default.asp?Sid_Id=24845&tid=99&fre_Id=130627&meira=1&Tre_Rod=001|002|
Haraldur Bjarnason, 25.7.2012 kl. 19:40
Valdimar:
" Í Mt. Kinley þjóðgarðinum voru 8 stór steypt salerni hús í stíl við umhverfið á rútu stopp plani fyrir 48 manns. Þetta plan var álíka stórt og Gullfoss svæðið með pláss fyrir 10 rútur eða svo."
Sem sagt 48 dollur. Það telst þokkalega gott. Rúmlega 1 salerni á hámark 10 manns. (Rútur eru oft með ca 40 manns hér, veit ekki með kanann)
Annars, - þetta ætti kannski að vera ákv. samfélagsþjónusta, hvar vegleggir eru langir milli þjónustupunkta. Það fer enginn að byggja klósett og rukka inn á löngum leggi milli A & B upp á sitt einsdæmi.
Jón Logi (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 10:59
Úr dollum öllum drullan flýtur,
dárinn Logi á þeim skítur,
tíu öll hann boðorð brýtur,
af besefanum aldrei lítur.
Þorsteinn Briem, 26.7.2012 kl. 12:39
Mikil er skáldagáfan hjá þér Steini. Því það vildi svo til að ég þurfti að hreinsa dollu eina í dag, og fara með allslags amboð oní óhroðann til að bjarga því til að kvendýr Homo Sapiens Islandicus gætu ekki lent í því að þurfa að bíða óþarflega lengi eftir náðhúsabjörginni. Fyrst þú ert í skáldaskapi gætirðu kannski af kerskni gert um mig jákvæðari klósettvísu? Því að síðasta innhögg þitt hér er dónaskapur sem sýnir að ekki fara saman braghæfileikar og andlegur þroski, og er þá andsvar annað hvort háð eða að sjómanna sið.
Jón Logi (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.